Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2021 22:29 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., í viðtali við Stöð 2 á Norðfirði í dag. Einar Árnason Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. Flaggskip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, siglir inn Norðfjörð í dag. Neskaupstaður í baksýn.Einar Árnason Þegar núgildandi loðnukvóti lá fyrir var því spáð að vertíðin gæti skilað ríflega tíu milljarða króna gjaldeyristekjum. Reyndin virðist ætla að verða gott betur en það. „Ég giska á að þetta sé svona 25 milljarða vertíð,“ sagði Gunnþór í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 úr Neskaupstað. „Ég held að við hefðum ekki getað trúað því fyrir einhverjum misserum síðan að ná þessum verðmætum út úr loðnunni eins og við erum að gera núna.“ -Er þetta bara eins og lottóvinningur fyrir þjóðarbúið? „Já, ég held að þetta sé bara nokkuð stór lottóvinningur fyrir þjóðarbúið og okkur öll,“ svarar Gunnþór. Frá hrognavinnslunni í dag.Einar Árnason Í fréttum Stöðvar 2 voru einnig sýndar myndir frá hrognavinnslu Síldarvinnslunnar, sem er langverðmætasta afurðin og tekinn púlsinn á stemmningunni meðal starfsfólksins. „Konan segir að ég verði eins og lítið barn þegar loðnan er að koma. Þetta er svona spenningur. Þetta er ólýsanlegt. Bæði út á sjó og í landi, þá er þetta eitthvað sem er bara erfitt að lýsa. Þetta er bara spenna. Þetta er ofboðslega skemmtilegt,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá SVN. Meira í frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Akranes Vopnafjörður Langanesbyggð Efnahagsmál Tengdar fréttir Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Flaggskip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, siglir inn Norðfjörð í dag. Neskaupstaður í baksýn.Einar Árnason Þegar núgildandi loðnukvóti lá fyrir var því spáð að vertíðin gæti skilað ríflega tíu milljarða króna gjaldeyristekjum. Reyndin virðist ætla að verða gott betur en það. „Ég giska á að þetta sé svona 25 milljarða vertíð,“ sagði Gunnþór í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 úr Neskaupstað. „Ég held að við hefðum ekki getað trúað því fyrir einhverjum misserum síðan að ná þessum verðmætum út úr loðnunni eins og við erum að gera núna.“ -Er þetta bara eins og lottóvinningur fyrir þjóðarbúið? „Já, ég held að þetta sé bara nokkuð stór lottóvinningur fyrir þjóðarbúið og okkur öll,“ svarar Gunnþór. Frá hrognavinnslunni í dag.Einar Árnason Í fréttum Stöðvar 2 voru einnig sýndar myndir frá hrognavinnslu Síldarvinnslunnar, sem er langverðmætasta afurðin og tekinn púlsinn á stemmningunni meðal starfsfólksins. „Konan segir að ég verði eins og lítið barn þegar loðnan er að koma. Þetta er svona spenningur. Þetta er ólýsanlegt. Bæði út á sjó og í landi, þá er þetta eitthvað sem er bara erfitt að lýsa. Þetta er bara spenna. Þetta er ofboðslega skemmtilegt,“ segir Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu hjá SVN. Meira í frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Akranes Vopnafjörður Langanesbyggð Efnahagsmál Tengdar fréttir Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56