Drögum línu í sandinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. mars 2021 09:30 Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun