Drögum línu í sandinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. mars 2021 09:30 Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun