Látin laus eftir fimm ára afplánun Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. mars 2021 23:00 Nazanin Zaghari-Ratcliffe ásamt eiginmanni sínum Richard Ratcliffe og dóttur þeirra Gabriell. EPA Nazanin Zaghari Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í Íran í september árið 2016, var látin laus úr stofufangelsi í dag. Nýtt mál á hendur henni gæti þó farið fyrir dóm í Íran í næstu viku og því óljóst um framtíð hennar. Ratcliffe hefur verið í stofufangelsi í Tehran frá því í mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en afplánaði dóm sinn í fangelsi fyrir þann tíma. Hún hefur ætíð neitað ásökunum sem bornar voru á hendur henni en á þeim tíma er hún var handtekinn var hún í heimsókn hjá fjölskyldu sinni í Íran. Bæði eiginmaður hennar og bresk yfirvöld hafa krafist þess að Ratcliffe fái að snúa heim til Bretlands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist fagna því að hún hafi verið látin laus úr stofufangelsi en krafðist þess að henni yrði „endanlega“ sleppt svo hún gæti aftur farið til fjölskyldu sinnar í Bretlandi. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði að veruleika,“ skrifaði Johnson á Twitter í dag. Pleased to see the removal of Nazanin Zaghari-Ratcliffe’s ankle tag, but her continued confinement remains totally unacceptable. She must be released permanently so she can return to her family in the UK, and we continue to do all we can to achieve this.— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 7, 2021 Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, sagði blendnar tilfinningar fylgja því að Nazanin væri laus úr stofufangelsi. Hún væri þó fegin því að vera laus við ökklabandið. „Mér líður eins og það sé komin önnur hindrun á sama tíma og þeir fjarlægðu aðra. Við erum greinilega enn föst í þessari skák ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ratcliffe. Íran Bretland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Ratcliffe hefur verið í stofufangelsi í Tehran frá því í mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en afplánaði dóm sinn í fangelsi fyrir þann tíma. Hún hefur ætíð neitað ásökunum sem bornar voru á hendur henni en á þeim tíma er hún var handtekinn var hún í heimsókn hjá fjölskyldu sinni í Íran. Bæði eiginmaður hennar og bresk yfirvöld hafa krafist þess að Ratcliffe fái að snúa heim til Bretlands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist fagna því að hún hafi verið látin laus úr stofufangelsi en krafðist þess að henni yrði „endanlega“ sleppt svo hún gæti aftur farið til fjölskyldu sinnar í Bretlandi. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði að veruleika,“ skrifaði Johnson á Twitter í dag. Pleased to see the removal of Nazanin Zaghari-Ratcliffe’s ankle tag, but her continued confinement remains totally unacceptable. She must be released permanently so she can return to her family in the UK, and we continue to do all we can to achieve this.— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 7, 2021 Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, sagði blendnar tilfinningar fylgja því að Nazanin væri laus úr stofufangelsi. Hún væri þó fegin því að vera laus við ökklabandið. „Mér líður eins og það sé komin önnur hindrun á sama tíma og þeir fjarlægðu aðra. Við erum greinilega enn föst í þessari skák ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ratcliffe.
Íran Bretland Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira