Látin laus eftir fimm ára afplánun Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. mars 2021 23:00 Nazanin Zaghari-Ratcliffe ásamt eiginmanni sínum Richard Ratcliffe og dóttur þeirra Gabriell. EPA Nazanin Zaghari Ratcliffe, bresk-írönsk kona sem dæmd var í fimm ára fangelsi fyrir njósnir í Íran í september árið 2016, var látin laus úr stofufangelsi í dag. Nýtt mál á hendur henni gæti þó farið fyrir dóm í Íran í næstu viku og því óljóst um framtíð hennar. Ratcliffe hefur verið í stofufangelsi í Tehran frá því í mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en afplánaði dóm sinn í fangelsi fyrir þann tíma. Hún hefur ætíð neitað ásökunum sem bornar voru á hendur henni en á þeim tíma er hún var handtekinn var hún í heimsókn hjá fjölskyldu sinni í Íran. Bæði eiginmaður hennar og bresk yfirvöld hafa krafist þess að Ratcliffe fái að snúa heim til Bretlands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist fagna því að hún hafi verið látin laus úr stofufangelsi en krafðist þess að henni yrði „endanlega“ sleppt svo hún gæti aftur farið til fjölskyldu sinnar í Bretlandi. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði að veruleika,“ skrifaði Johnson á Twitter í dag. Pleased to see the removal of Nazanin Zaghari-Ratcliffe’s ankle tag, but her continued confinement remains totally unacceptable. She must be released permanently so she can return to her family in the UK, and we continue to do all we can to achieve this.— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 7, 2021 Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, sagði blendnar tilfinningar fylgja því að Nazanin væri laus úr stofufangelsi. Hún væri þó fegin því að vera laus við ökklabandið. „Mér líður eins og það sé komin önnur hindrun á sama tíma og þeir fjarlægðu aðra. Við erum greinilega enn föst í þessari skák ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ratcliffe. Íran Bretland Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Ratcliffe hefur verið í stofufangelsi í Tehran frá því í mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en afplánaði dóm sinn í fangelsi fyrir þann tíma. Hún hefur ætíð neitað ásökunum sem bornar voru á hendur henni en á þeim tíma er hún var handtekinn var hún í heimsókn hjá fjölskyldu sinni í Íran. Bæði eiginmaður hennar og bresk yfirvöld hafa krafist þess að Ratcliffe fái að snúa heim til Bretlands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagðist fagna því að hún hafi verið látin laus úr stofufangelsi en krafðist þess að henni yrði „endanlega“ sleppt svo hún gæti aftur farið til fjölskyldu sinnar í Bretlandi. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það verði að veruleika,“ skrifaði Johnson á Twitter í dag. Pleased to see the removal of Nazanin Zaghari-Ratcliffe’s ankle tag, but her continued confinement remains totally unacceptable. She must be released permanently so she can return to her family in the UK, and we continue to do all we can to achieve this.— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 7, 2021 Richard Ratcliffe, eiginmaður Nazanin, sagði blendnar tilfinningar fylgja því að Nazanin væri laus úr stofufangelsi. Hún væri þó fegin því að vera laus við ökklabandið. „Mér líður eins og það sé komin önnur hindrun á sama tíma og þeir fjarlægðu aðra. Við erum greinilega enn föst í þessari skák ríkisstjórnarinnar,“ sagði Ratcliffe.
Íran Bretland Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira