Málsvörn fimmmenninganna: Opið bréf til Kára Stefánssonar Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 23. febrúar 2021 15:30 Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar