Málsvörn fimmmenninganna: Opið bréf til Kára Stefánssonar Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 23. febrúar 2021 15:30 Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar