Úr penna hjúkrunarfræðings Anna Kristín B. Jóhannesdóttir skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Ég leyfi mér að halda því fram að flest þeirra sem starfað hafi innan heilbrigðiskerfisins á þessu viðburðaríka ári hafa gert sér grein fyrir þeim mætti sem þverfaglegt samstarf heilbrigðisstarfsfólks felur í sér. Hver hlekkur í þeirri ógnarstóru keðju sem heilbrigðiskerfið okkar er hefur reynst vera ómissandi og rétt eins og samfélagið okkar í heild þá er heilbrigðiskerfið okkar ekki sterkara en veikasti hlekkur þess. Í greinarstubb sem skrifaður var á dögunum í Læknablaðinu bar á þeim misskilningi að ein heilbrigðisstétt sé höfuð og herðar heilbrigðisþjónustu á Íslandi og aðrar stéttir séu einungis hennar stoð í því göfuga hlutverki sem baráttan við Covid-19 hefur verið og heldur áfram að vera. Misskilningurinn er margþættur og mun ég reyna að gera honum skil hér. Rétt eins líkaminn þá er heilbrigðiskerfið samansafn mismunandi starfssviða sem sinna aðskildum hlutverkum en tengjast þó innbyrðis. Þó að í fyrstu sýnist það svo að þau geti starfað án hvors annars verður það morgunljóst þegar á reynir að svo er ekki. Erfitt getur reynst lækni að ávísa réttum lyfjum við nýjum vírus án þess að hafa lyfjafræðing sér til halds og trausts. Jafnframt getur reynst hjúkrunarfræðingi erfitt að hjúkra sjúklingi, leggja mat á líðan hans og grípa inn í án þess að hafa lækni sér innan handar. Ómögulegt er fyrir allar starfsstéttir að stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna ef að ræstingum er ekki sinnt og enn ómögulegra er að útskrifa sjúklinga af sjúkrahúsi ef að endurhæfingarúrræði, öldrunarstofnanir og heimahjúkrun grípa ekki sjúklinga eftir útskrift. Þessi upptalning á því hvernig hin mismunandi svið og stéttir heilbrigðiskerfisins spila saman gæti verið miklu lengri því heilbrigðiskerfið okkar er sem fyrr sagði löng og flókin keðja með ótal hlekkjum. Misskilningurinn sem um ræðir birtist einnig í þeirri fullyrðingu að lærdómurinn sem dreginn sé af faraldrinum sé sá að ein stétt dragi heilbrigðiskerfið áfram og stýri því. Ekki einungis stenst sú fullyrðing ekki skoðun því eins og flestir vita sem starfa innan heilbrigðiskerfisins þá er því stýrt af mörgum stéttum, heldur er fullyrðingin meiðandi fyrir þann slag sem heilbrigðisstéttir hafa þurft að eiga í kjarabaráttum sínum og gegn gegndarlausum niðurskurði síðustu misseri. Þessa slagi höfum við þurft að taka þrátt fyrir þann dug sem við höfum sýnt af okkur síðastliðið ár. Það er okkur í hag sem erum heilbrigðisstarfsfólk að standa saman sem eitt og vinna þverfaglega að markmiðum sem hljóta að vera okkur öllum sameiginleg; að ráða Covid-19 að niðurlögum, byggja upp gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum óháð stétt og stöðu og stuðla að ánægjulegu starfsumhverfi. Viðhorf sem birtust í umræddri grein stuðla ekki að þessum markmiðum og því rann mér blóðið til skyldunnar að svara henni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun