Hálfníu og níu hjá Borginni Jóhanna Thorsteinson skrifar 19. febrúar 2021 08:01 Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni. Veit raunar að nágrannar mínir á níræðisaldri hafa það fyrir sið að taka það verk sér fyrir hendi í daglegum göngutúrum sínum þegar þeim ofbýður. Um leið eru þeir að tína upp sígarettustubbana neðan við blokkina okkar, en þeir eru ófáir. Auðvitað eigum við íbúðaeigendurnir að þrífa okkar blett. Í gær,18. febrúar, var mikil veðurblíða í borginni. Ég fór í gönguferð um hverfið mitt. Mér blöskraði uppsafnaður haugur af haustlaufinu sem hægt og rólega var í sínu eðlilega ferli að rotna niður og verða hægt og bítandi að gróðurmold. Af þessu er sjónmengun og sóðaskapur, auk þess sem svona rotnandi lanir af gróðri er mjög hálar og sleipar ef stigið er á þær. Ég hringdi því í borgina 411 1000 og bað um samtal við umhverfisfulltrúa. „Hvern þeirra?” svaraði stúlkan á skiptiborðinu. „Þann sem fer fyrir þessum málaflokki” svara ég. „Þeir eru svo margir” svarar stúlkan. „Nú?” spyr ég. „Er enginn sem er yfir þessum málaflokki?” „Ja, það er þá……” svarar stúlkan. Ég hugsa með mér, hvað ætli vinni margir í þessum málaflokki? Og hvað ætli séu margir fulltrúarnir? Upphátt spyr ég hvort ég geti þá ekki fengið að tala við einhvern þessarra fullrúa. Nei, er svarað hinum megin á línunni. Þeir taka bara símann á milli half níu og níu. Nú? Spyr ég… er allur þessi hópur þá við símann bara í hálftíma á dag? Já svarar stúlkan, en þú getur sent inn erindi og þeir svara venjulega mjög fljótt. Stundum hringja þeir í folk…. Og eru þið sem starfið við skiptiborð allan daginn að upplýsa folk um að fulltrúarnir séu bara við milli hálfníu og níu? Já svaraði blessuð stúlkan. Mér verður orða vant. Veiztu segi ég, það er sem sagt auðveldara að ná í borgarfulltrúa en embættismenn og starfsfólk og fulltrúa í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir svara nefnilega símanum yfirleitt alla daga og öll kvöld. Stúlkunni á línu borgarinnar verður svarafátt. Já það getur kannski verið… Sennilega hefði ég átt að hringja í hverfamiðstöðina í mínu hverfi. En, ég geri ráð fyrir að þar sé bara unnið eftir fyrirmælum að ofan…og í toppinn er ekki hægt að ná nema á milli hálfníu og níu á daginn. Óski borgarbúi eftir fundi með borgarstjóranum sínum, þá er ekki á vísan að róa með slíkt erindi. Í fyrsta lagi þarf að biðja um samtal. Sennilega í gegnum ritara hans. Síðan velur hann úr þau símtöl eða fundi með borgarbúanum eftir því hvort hann vill svara eða ekki. Eða hann vísar erindinu áfram á viðeigandi “fulltrúa” innan borgarkerfisins. Ætli starfsmannafjöldinn á launaskrá hjá Reykjavíkurborg nemi ekki nærri tíuþúsund manns. En aðgengi að þessu ágæta fólki virðist vera milli hálfníu og níu…. Ætli svo taki ekki við snöggur kaffitími og þá fundir frá kl. 10:00?? Hádegisverður og síðan taki fleiri fundir við, fram eftir degi. Hver er framlegðin í þessu hafi starfsfólks? Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar