Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 06:55 Trump og McConnell þegar allt lék í lyndi á milli þeirra í forsetatíð þess fyrrnefnda. Getty/Drew Angerer Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39