Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 11:05 Donald Trump er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. Bæði Demókratar og Repúblikanar segja þörf á frekari rannsóknum á árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið og þar á meðal einn lögregluþjónn. Tveir aðrir lögregluþjónar sem komu að aðgerðum í þinghúsinu hafa í kjölfarið framið sjálfsvíg og fjölskyldur þeirra vilja að dauðsföll þeirra verði skráð til komin vegna starfs þeirra. Trump er nú venjulegur borgari og hefur verið sviptur vernd forsetaembættisins frá lögsóknum. Það ítrekaði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, til að mynda í ræðu sinni eftir að Trump var sýknaður. Í ræðunni fór McConnell hörðum orðum um forsetann fyrrverandi og sagði hann í raun bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið, þó McConnell sjálfur hefði greitt atkvæði gegn því að sakfella hann. „Hann hefur ekki komist upp með neitt ennþá,“ sagði McConnell meðal annars í ræðu sinni. Aðrir þingmenn beggja flokka virðast sammála. Í fréttaþáttum gærdagsins sögðust öldungadeildarþingmenn beggja flokka sammála um að fram þyrfti að fara ítarleg rannsókn á viðburðum 6. janúar og aðdraganda. Þeir voru einnig sammála um að Trump hefði ítrekað dreift fölskum ásökunum varðandi forsetakosningarnar í nóvember. Lindsey Graham, sem hefur lengi verið ötull bandamaður Trumps, sagði að stofna þyrfti rannsóknarnefnd eins og gert var í kjölfar árásanna þann 11. september 2001. Það þyrfti til að fá á hreint hvað hefði gerst í janúar og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að það kæmi aftur fyrir. Graham staðhæfði í sjónvarpsviðtali í gær að Repúblikanaflokkurinn þyrfti nauðsynlega á Trump að halda. Hann sagði sömuleiðis í gær að Lara Trump, tengdadóttir forsetans, ætti að reyna að taka sæti eins öldungadeildarþingmanns sem greiddi atkvæði með sakfellingu Trumps. Pólitísk framtíð Trumps þykir þó nokkuð óljós þessa dagana. Ekki er á hreinu hvaða málefni hann mun tileinka sér, fyrir utan það að Trump hefur heitið því að berjast fyrir umbótum á kosningalögum. Það liggur fyrir að Trump á töluvert mikið af peningum í pólitískum sjóðum sínum og er talið að hann muni beita þeim sjóðum gegn óvinum sínum innan Repúblikanaflokksins. Það er segja, gegn þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn honum í ákæruferlinu. Eins og fram hefur komið greiddu sjö þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum um helgina. Það voru þau Ben Sasse, Mitt Romney, Richard Burr, Susan Collins, Lisa Murkowski, Pat Toomey og Bill Cassidy. Tveir þeirra þingmanna eru að setjast í helgan stein að núverandi kjörtímabilum sínum loknum og þrír þeirra eru ekki á leið í kosningabaráttu fyrr en árið 2026. Markowski er sú eina sem þarf í kosningabaráttu á næsta ári. Hún gaf í gær út tilkynningu þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar sagði hún að ef það að ljúga um kosningasvik í marga mánuði og senda stuðningsmenn sína að þinghúsinu til að stöðva störf þingsins væri ekki tilefni til ákæru fyrir embættisbrot og sakfellingu, vissi hún ekki hvað væri tilefni til þess. My full statement after voting to convict President Donald J. Trump on charges of incitement of insurrection over the January 6 riot at the U.S. Capitol can be found here: https://t.co/VGJTDH42Fj— Sen. Lisa Murkowski (@lisamurkowski) February 14, 2021 Repúblikanar í heimaríkjum þessara sjö þingmanna sem nefndir eru hér að ofan hafa brugðist reiðir við atkvæðum þeirra. Flokkurinn í Louisiana ávítti til að mynda Cassidy strax um helgina og í bæði Norður-Karólínu og Pennsylvaníu gáfu flokksmenn út tilkynningar þar sem Burr og Toomey voru harðlega gagnrýndir. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að deilur innan Repúblikanaflokksins séu miklar um þessar mundir. Útlit sé hins vegar fyrir að Trump-liðar séu eða hafi jafnvel unnið þær deilur. Sérstaklega ef mið sé tekið af könnunum sem sýna að Trump nýtur gífurlegra vinsælda meðal kjósenda Repúblikanaflokksins og að stór hluti þeirra segist trúa því að kosningunum í nóvember hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Það fylgir því þó ákveðin áhætta fyrir Repúblikanaflokkinn. Nú þegar hafi fyrirtæki og félög heitið því að draga úr fjárhagslegum stuðningi við Trump-liða á þingi. Þar að auki hafa andstæðingar Trumps, bæði innan Repúblikanaflokksins og utan hans, lýst því yfir að framferði hans og undirlægjuháttur Repúblikana verði notaður gegn þeim í komandi kosningum. Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, sagði í samtali við AP að Demókratar myndu minna kjósendur á það að Repúblikanar væru tilbúnir til að leggja embættiseiði sína til hliðar fyrir Trump og að hann væri þeim mikilvægari en kjósendur þeirra. Disgusting when loyalty to a political despot and saving your job means more than keeping your oath to protect & defend the constitution. Trust me... we won t forget and we won t let the American people forget either. https://t.co/wLweBEeJfq— Jaime Harrison, DNC Chair (@harrisonjaime) February 13, 2021 Í kjölfar sýknu hans sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi deila frekari upplýsingum um pólitíska framtíð sína á næstu mánuðum. „Söguleg, föðurlandselskandi og falleg hreyfing okkar til að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik er bara rétt að byrja,“ sagði Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Bæði Demókratar og Repúblikanar segja þörf á frekari rannsóknum á árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Fimm dóu í árásinni á þinghúsið og þar á meðal einn lögregluþjónn. Tveir aðrir lögregluþjónar sem komu að aðgerðum í þinghúsinu hafa í kjölfarið framið sjálfsvíg og fjölskyldur þeirra vilja að dauðsföll þeirra verði skráð til komin vegna starfs þeirra. Trump er nú venjulegur borgari og hefur verið sviptur vernd forsetaembættisins frá lögsóknum. Það ítrekaði Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, til að mynda í ræðu sinni eftir að Trump var sýknaður. Í ræðunni fór McConnell hörðum orðum um forsetann fyrrverandi og sagði hann í raun bera ábyrgð á árásinni á þinghúsið, þó McConnell sjálfur hefði greitt atkvæði gegn því að sakfella hann. „Hann hefur ekki komist upp með neitt ennþá,“ sagði McConnell meðal annars í ræðu sinni. Aðrir þingmenn beggja flokka virðast sammála. Í fréttaþáttum gærdagsins sögðust öldungadeildarþingmenn beggja flokka sammála um að fram þyrfti að fara ítarleg rannsókn á viðburðum 6. janúar og aðdraganda. Þeir voru einnig sammála um að Trump hefði ítrekað dreift fölskum ásökunum varðandi forsetakosningarnar í nóvember. Lindsey Graham, sem hefur lengi verið ötull bandamaður Trumps, sagði að stofna þyrfti rannsóknarnefnd eins og gert var í kjölfar árásanna þann 11. september 2001. Það þyrfti til að fá á hreint hvað hefði gerst í janúar og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að það kæmi aftur fyrir. Graham staðhæfði í sjónvarpsviðtali í gær að Repúblikanaflokkurinn þyrfti nauðsynlega á Trump að halda. Hann sagði sömuleiðis í gær að Lara Trump, tengdadóttir forsetans, ætti að reyna að taka sæti eins öldungadeildarþingmanns sem greiddi atkvæði með sakfellingu Trumps. Pólitísk framtíð Trumps þykir þó nokkuð óljós þessa dagana. Ekki er á hreinu hvaða málefni hann mun tileinka sér, fyrir utan það að Trump hefur heitið því að berjast fyrir umbótum á kosningalögum. Það liggur fyrir að Trump á töluvert mikið af peningum í pólitískum sjóðum sínum og er talið að hann muni beita þeim sjóðum gegn óvinum sínum innan Repúblikanaflokksins. Það er segja, gegn þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn honum í ákæruferlinu. Eins og fram hefur komið greiddu sjö þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum um helgina. Það voru þau Ben Sasse, Mitt Romney, Richard Burr, Susan Collins, Lisa Murkowski, Pat Toomey og Bill Cassidy. Tveir þeirra þingmanna eru að setjast í helgan stein að núverandi kjörtímabilum sínum loknum og þrír þeirra eru ekki á leið í kosningabaráttu fyrr en árið 2026. Markowski er sú eina sem þarf í kosningabaráttu á næsta ári. Hún gaf í gær út tilkynningu þar sem hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Þar sagði hún að ef það að ljúga um kosningasvik í marga mánuði og senda stuðningsmenn sína að þinghúsinu til að stöðva störf þingsins væri ekki tilefni til ákæru fyrir embættisbrot og sakfellingu, vissi hún ekki hvað væri tilefni til þess. My full statement after voting to convict President Donald J. Trump on charges of incitement of insurrection over the January 6 riot at the U.S. Capitol can be found here: https://t.co/VGJTDH42Fj— Sen. Lisa Murkowski (@lisamurkowski) February 14, 2021 Repúblikanar í heimaríkjum þessara sjö þingmanna sem nefndir eru hér að ofan hafa brugðist reiðir við atkvæðum þeirra. Flokkurinn í Louisiana ávítti til að mynda Cassidy strax um helgina og í bæði Norður-Karólínu og Pennsylvaníu gáfu flokksmenn út tilkynningar þar sem Burr og Toomey voru harðlega gagnrýndir. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að deilur innan Repúblikanaflokksins séu miklar um þessar mundir. Útlit sé hins vegar fyrir að Trump-liðar séu eða hafi jafnvel unnið þær deilur. Sérstaklega ef mið sé tekið af könnunum sem sýna að Trump nýtur gífurlegra vinsælda meðal kjósenda Repúblikanaflokksins og að stór hluti þeirra segist trúa því að kosningunum í nóvember hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Það fylgir því þó ákveðin áhætta fyrir Repúblikanaflokkinn. Nú þegar hafi fyrirtæki og félög heitið því að draga úr fjárhagslegum stuðningi við Trump-liða á þingi. Þar að auki hafa andstæðingar Trumps, bæði innan Repúblikanaflokksins og utan hans, lýst því yfir að framferði hans og undirlægjuháttur Repúblikana verði notaður gegn þeim í komandi kosningum. Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins, sagði í samtali við AP að Demókratar myndu minna kjósendur á það að Repúblikanar væru tilbúnir til að leggja embættiseiði sína til hliðar fyrir Trump og að hann væri þeim mikilvægari en kjósendur þeirra. Disgusting when loyalty to a political despot and saving your job means more than keeping your oath to protect & defend the constitution. Trust me... we won t forget and we won t let the American people forget either. https://t.co/wLweBEeJfq— Jaime Harrison, DNC Chair (@harrisonjaime) February 13, 2021 Í kjölfar sýknu hans sendi Trump frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi deila frekari upplýsingum um pólitíska framtíð sína á næstu mánuðum. „Söguleg, föðurlandselskandi og falleg hreyfing okkar til að gera Bandaríkin mikil á nýjan leik er bara rétt að byrja,“ sagði Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Leiðtogi Repúblikana sagður ætla að greiða atkvæði gegn sakfellingu Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar að greiða atkvæði gegn sakfellingu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum deildarinnar yfir Trump sem standa nú yfir. 13. febrúar 2021 15:46
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Réttarhöldin gegn Trump: Segja Trump hafa vitað í hvað stefndi Sækjendur fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vörðu fyrsta kvöldi málflutnings síns í að færa rök fyrir því að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði sigað stuðningsmönnum sínum á þingið þann 6. janúar. 10. febrúar 2021 23:24