Segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjald hafi hækkað eða lækkað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 19:01 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra Vísir/Arnar Sjávarútvegsráðherra segir skiptar skoðanir um hvort veiðigjöld hafi hækkað eða lækkað við lagabreytingu 2018. Það verði alltaf deilur um álagningu gjalda en hann hafi engin áform uppi um að gera breytingar á núverandi lögum. Í fréttum í gær kom fram að samkvæmt útreikningum sem byggja á gögnum Fiskistofu og Hagstofunnar og hvernig útgerðin hefur gjaldfært breytilegan kostnað síðustu ár hefðu veiðigjöldin verið um tíu milljörðum lægri á árunum 2011-2017 ef núverandi lög frá 2018 hefðu gilt þá. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svaraði í fréttum í gær að þetta væri alrangt. Hún benti á að meginmáli skipti hvaða tímabil væri skoðað. Ef eldri lög giltu ennþá hefði útgerðin greitt 3,1 milljarð í veiðigjöld 2020 í stað 4,8. Þá hefði verið greiddir 5 milljarðar fyrir árið í ár í stað 7,5 milljarða. Síðustu þrjú ár hefur veiðigjaldið lækkað frá ári til árs en áætlað er að þessu ári megi gera ráð fyrir að þau verði um 7,5 milljarða króna en gjaldið er reiknað út frá afkomu tvö ár aftur í tímann. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað þegar gjaldtakan nú er borin saman við gjaldtökuna sem var áður en lögin 2018 tóku gildi. „Það eru skiptar skoðanir um hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað við þessa breytingu. Það kemur ágætlega fram í þeim rökstuðningi sem fylgdi frumvarpinu sem varð að lögum 2018 hvernig þetta kerfi virkar. Það verða hins vegar alltaf deilur um það hversu hátt veiðigjaldið á að vera,“ segir Kristján. Í núverandi lögum er veiðigjaldið hækkað frá því sem áður var og er þriðjungur af aflaverðmæti hverrar tegundar yfir árið. Síðan lögin tóku gildi 2018 getur útgerðin skráð fastan kostnað, eins og fyrningar á skipum og skipsbúnaðar og áætlaðan vaxtakostnað sem ekki var fyrir hendi í fyrri lögum. Fastur kostnaður getur haft áhrif á veiðigjald til lækkunar. Veiðigjöldin eru hins vegar ekki lengur frádráttarbær frá skatti eins og áður. Aðspurður um hvaða áhrif breytingin hafi segir Kristján. „Ég vísa í rökstuðninginn fyrir frumvarpinu sem varð að lögum 2018 þar var farið yfir þetta með nákvæmum hætti,“ segir Kristján. Hann segir engin áform uppi um að breyta núverandi fyrirkomulagi. „Það sem liggur fyrir er að það er búið að festa hlutfallið sem fer af hagnaði hverrar veiðiferðar í veiðigjald. Við höfum ekki haft áform um að breyta þeim lögum,“ segir Kristján. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Tengdar fréttir Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11. febrúar 2021 20:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. 26. janúar 2021 15:00 Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. 28. október 2020 18:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í fréttum í gær kom fram að samkvæmt útreikningum sem byggja á gögnum Fiskistofu og Hagstofunnar og hvernig útgerðin hefur gjaldfært breytilegan kostnað síðustu ár hefðu veiðigjöldin verið um tíu milljörðum lægri á árunum 2011-2017 ef núverandi lög frá 2018 hefðu gilt þá. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi svaraði í fréttum í gær að þetta væri alrangt. Hún benti á að meginmáli skipti hvaða tímabil væri skoðað. Ef eldri lög giltu ennþá hefði útgerðin greitt 3,1 milljarð í veiðigjöld 2020 í stað 4,8. Þá hefði verið greiddir 5 milljarðar fyrir árið í ár í stað 7,5 milljarða. Síðustu þrjú ár hefur veiðigjaldið lækkað frá ári til árs en áætlað er að þessu ári megi gera ráð fyrir að þau verði um 7,5 milljarða króna en gjaldið er reiknað út frá afkomu tvö ár aftur í tímann. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað þegar gjaldtakan nú er borin saman við gjaldtökuna sem var áður en lögin 2018 tóku gildi. „Það eru skiptar skoðanir um hvort veiðigjaldið hafi hækkað eða lækkað við þessa breytingu. Það kemur ágætlega fram í þeim rökstuðningi sem fylgdi frumvarpinu sem varð að lögum 2018 hvernig þetta kerfi virkar. Það verða hins vegar alltaf deilur um það hversu hátt veiðigjaldið á að vera,“ segir Kristján. Í núverandi lögum er veiðigjaldið hækkað frá því sem áður var og er þriðjungur af aflaverðmæti hverrar tegundar yfir árið. Síðan lögin tóku gildi 2018 getur útgerðin skráð fastan kostnað, eins og fyrningar á skipum og skipsbúnaðar og áætlaðan vaxtakostnað sem ekki var fyrir hendi í fyrri lögum. Fastur kostnaður getur haft áhrif á veiðigjald til lækkunar. Veiðigjöldin eru hins vegar ekki lengur frádráttarbær frá skatti eins og áður. Aðspurður um hvaða áhrif breytingin hafi segir Kristján. „Ég vísa í rökstuðninginn fyrir frumvarpinu sem varð að lögum 2018 þar var farið yfir þetta með nákvæmum hætti,“ segir Kristján. Hann segir engin áform uppi um að breyta núverandi fyrirkomulagi. „Það sem liggur fyrir er að það er búið að festa hlutfallið sem fer af hagnaði hverrar veiðiferðar í veiðigjald. Við höfum ekki haft áform um að breyta þeim lögum,“ segir Kristján.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skattar og tollar Tengdar fréttir Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11. febrúar 2021 20:00 Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50 Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. 26. janúar 2021 15:00 Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. 28. október 2020 18:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11. febrúar 2021 20:00
Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21
Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. 9. febrúar 2021 16:50
Sameign þjóðarinnar verður að sameign samfélaga Svo lengi sem ég man eftir mér hefur kvótakerfið og hinir ýmsu gallar þess verið til umræðu. Í pottunum, í fjölskylduboðum, í pontu Alþingis. Engan skyldi því undra að þegar pólitíkusar fara að lofa breytingum á kvótakerfinu rétt fyrir kosningar þá rúlla margir augunum. 26. janúar 2021 15:00
Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. 28. október 2020 18:30