Áttu rétt? Indriði Stefánsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Dómsmál Indriði Stefánsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár. Jafnframt getur verið dýrt að verja rétt sinn fyrir dómi. Margir eru hreinlega ekki með fjárhagslega burði til að reka mál fyrir rétti. Afleiðingin er sú að það búa einfaldlega ekki allir við sömu réttarvernd. Smákröfudómstóll Víða erlendis er til sérstakt dómsstig þar sem teknar eru fyrir minni fjárkröfur og dómari úrskurðar um niðurstöðu málsins. Tilgangurinn er að aðilar málsins geti rekið málið sjálfir án aðkomu lögmanna. Þannig er hægt að halda kostnaði málsaðila í algjöru lágmarki. Með því væri hægt að leysa deilur sem varða minni fjárkröfur sem réttlæta ekki þann kostnað sem hlýst af því að fara með mál fyrir aðra dómstóla. Hópmálsóknir Önnur leið til að taka á þessum vanda er að auka möguleika fólks á því að fara í hópmálsókn. Séu aðilar máls margir gætu þeir þannig tekið sig saman og deilt kostnaðinum af málsókninni. Þrátt fyrir að hér á landi séu fyrir hendi möguleikar á hópmálsókn er það fremur fátítt. Nýleg dæmi eru meðal annars hópur fólks sem varð fyrir háttsemi Procar svo og viðskiptavinir smálánafyrirtækja.Það væri áhugavert að greina hvers vegna fólk nýtir sér ekki hópmálsóknir í meira mæli. hugsanlega mætti útvíkka möguleika hagsmunasamtaka til þátttöku í hópmálsóknum. Kærunefndir Annar möguleiki á úrlausn eru kærunefndir innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru skipaðar ýmsar kærunefndir sem hægt er að leita til um úrskurði í ákveðnum málaflokkum. Tryggja þarf að úrskurðir kærunefnda séu bindandi og farið sé eftir niðurstöðunni. Einnig mætti hugsa sér að koma á fót fleiri kærunefndum, sérstaklega í málaflokkum sem brýnt er að mál fái umfjöllun og niðurstöðu, svo sem meiðyrði og ágreiningur um fasteignakaup. Friðsamleg úrlausn ágreiningsefna Einn grundvöllur okkar samfélags er friðsamleg úrlausn ágreiningsefna. Þegar fáir hafa möguleika á að leita slíkra lausna grefur það undan trausti fólks á samfélaginu. Við hljótum líka að gera kröfu til þess að á milli borgara landsins ríki jafnrétti, að það sé jafnvægi í möguleikum fólks til að sækja og verja rétt sinn. Í það minnsta ætti það að vera á færi flestra, en ekki bara lítils hluta landsmanna. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun