Gjörólíkir öskudagar í Kringlunni og Smáralind Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 13:38 Frá Öskudeginum í Smáralind á síðasta ári. Vísir/Sigurjón Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir í samtali við Vísi að þó að stefnt sé að því að vera með dagskrá verði farið að öllu með gát. „Við tökum náttúrulega einn dag í einu og fylgjumst grannt með öllum fréttum og því sem tengist veirumálum. En við viljum að sjálfsögðu vera með eitthvað fyrir börnin á þessum degi og erum með plön uppi á borðunum. En það er enn hálfur mánuður í þetta og það sama á við í dag og hefur verið síðasta árið – það sem á við í dag á ekki endilega við á morgun,“ segir Baldvina. Hún segir að leitast hafi verið eftir því við verslanir að vera klárar á þessum degi, sýnist stjórnendum svo að öruggt sé að vera með dagskrá og bjóða börnum upp á glaðninga. Kringlan hefur á síðustu árum fyllst af börnum á Öskudeginum.Vísir/Sigurjón Í pósti stjórnenda Kringlunnar til rekstraraðila segir að þá langi mikið til að gleðja börnin á þessum degi og vera með dagskrá líkt og í fyrra þegar við boðið var upp á viðburð á Blómatorgi – að slá köttinn úr tunnunni. Nú gangi áætlunin út á að skipta dagskránni á tvö til þrjú svæði til að dreifa þátttakendum. Þá verði ítrustu sóttvarna beitt. Smáralind tekur þetta með enn meiri stæl að ári Aðra sögu er að segja af Smáralind þar sem hátíðahöld vegna Öskudagsins hafi þegar verið blásin af. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir vilja til að tryggja öflugar sóttvarnir í húsinu og í ljósi sóttvarnareglna og samkomutakmarkana sé ekki talið rétt að halda Öskudaginn hátíðlegan að þessu sinni. „Við kappkostum að vera örugg hérna húsinu. Hingað koma fleiri þúsund börn þennan dag, mikið líf og fjör í húsinu. Svo við teljum það ekki vera rétt að hvetja til þess að verslanir séu með glaðninga fyrir börnin að þessu sinni. Við gerum þetta með enn meiri stæl að ári þegar við höldum þennan og fleiri daga hátíðlega,“ segir Tinna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Öskudagur Kringlan Reykjavík Smáralind Kópavogur Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira