Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 23:30 Frá loftslagsmótmælum í París 2015. EPA/ETIENNE LAURENT Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“ Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“
Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira