Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 23:30 Frá loftslagsmótmælum í París 2015. EPA/ETIENNE LAURENT Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“ Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“
Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira