Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 21:13 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Freyju Egilsdóttur að bana hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Getty Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp. Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp.
Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira