Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 21:13 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Freyju Egilsdóttur að bana hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Getty Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp. Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp.
Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira