„Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið” Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 19:35 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Vísir Félagsfræðingur sem safnað hefur saman og birt nafnlausar sögur um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar segir að sögur sem bárust frá leikmönnum í körfuboltanum hafi komið henni mest á óvart. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með MeToo-hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes. Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Formaður KKÍ segir að mikil vakning hafi orðið með #METOO hreyfingunni og að enginn eigi að vera smeykur við að stíga fram og greina frá ofbeldi. Umræða um áreitni og kynferðisofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar hefur farið hátt á undanförnu eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Leifi Garðarssyni yrði vikið frá dómgæslu eftir óeðlileg skilaboð til leikmanns í kvennaflokki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og íþróttakona, hefur safnað saman og birt nafnlausar sögur á heimasíðunni Síðasta sagan. Hún segir að tilgangurinn sé að knýja fram breytingar og að valdefla stelpur. Hún sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestar sögur af óviðeigandi samskiptum hafi komið frá leikmönnum í körfuboltanum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ var staddur í Slóveníu með kvennalandsliðinu þegar fréttastofa náði tali af honum. Hann var spurður hvort skaðleg menning hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar síðustu ár. „Maður hefur heyrt ýmsar sögur á undanförnum árum og áratugum. Það eru ekki mörg mál sem hafa komið inn á borð til okkar hjá sambandinu en maður hefur heyrt ýmislegt, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum vegna þess að íþróttahreyfingin er náttúrulega stærsta fjöldahreyfing landsins og við endurspeglum þjóðfélagið í heild sinni, hvernig sem það er, með öllum þeim kostum og göllum sem þar er,” segir Hannes. Af sögunum mátti lesa gegnumgangandi þema; konurnar voru smeykar við að stíga fram og tjá sig af ótta við að veikja stöðu sína innan liðsins. Nú eru þessar konur og stelpur að hlusta. Er þetta réttmætur ótti hjá þeim eða verður hlustað á þær ef þær stíga fram? „Það er hlustað á þær ef þær stíga fram og ég leyfi mér bara að fullyrða að fyrir okkur sem förum fyrir körfuknattleikssambandinu í dag, ef við höfum fengið mál inn til okkar, sem eru ekki mörg, þá höfum við tekið á því af festu, en aftur eru líka svona mál erfið og flókin og við erum ekki í sjálfu sér dómsvald í þeim skilningi þannig að þess vegna þarf fólk náttúrulega að leita til lögreglu og þar til bæra yfirvalda ef menn vilja fá dóma á einstaklinga en við getum tekið á hlutum innandyra hjá okkur og það er hlustað á alla þá, hvort sem það eru stelpur eða strákar sem koma fram með eitthvað og telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi. Það á enginn að vera hræddur um að stíga fram ef hann telur á sér brotið,” svarar Hannes.
Körfubolti Jafnréttismál MeToo Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira