Landsbyggðaskattur á kostnað heilsu Díana Jóhannsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 3. febrúar 2021 11:31 Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Byggðamál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður vegna tannréttinga Á Ísafirði hefur um langt skeið komið tannréttingasérfræðingur sem hefur sinnt svæðinu og hafa foreldrar þannig getað sparað sér ferðir suður til að leita eftir þessari sérfræðiþjónustu. Nú hefur orðið sú breyting á að þessari þjónustu hefur verið hætt og munu því allir á norðanverðum Vestfjörðum nú að leita suður eða annað eftir þessari sérfræðilæknisþjónustu. Almennt eru greiddur ferðakostnaður vegna tveggja ferða á ári til að leita sjúkdómsmeðferðar sem ekki er í boði á heimaslóðum samkvæmt reglugerð um ferðakostnað innanlands nr. 1140/2019. Tannréttingar falla undir þetta, en þó aðeins skv. ákveðnum skilyrðum. Þannig er ferðakostnaður vegna ferða í tannréttingar aðeins greiddur ef einstaklingurinn er komin með „föst tæki“ og ekki fyrr. Það er sem sagt ekki greiddur ferðakostnaður fyrr en einstaklingur er komin með spangir. Allar aðrar tannréttingar falla því ekki undir skilgreiningu hins opinbera og því er ferðakostnaður ekki greiddur af hinu opinbera. Mörg börn þurfa að fara í svokallaðar „fortannréttingar“ sem fela í sér góm, gómspennur eða annað sem svo sannarlega kallar á ferðir til tannréttingarsérfræðings, þessi börn eiga ekki rétt á að fá ferðir sínar greiddar miðað við núverandi fyrirkomulag. Landsbyggðarskattur Þegar við skoðum þetta nánar og rýnum í „smáatriðin“ þá finnst ýmislegt áhugavert. Þegar þörf er á læknismeðferð utan heimabyggðar þarftu samkvæmt reglugerð um greiðsluþáttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu nr. 1248/2019, að greiða 1.435 kr. fyrir ferðavottorð hjá heimilislækni til að komast til sérfræðilæknis til að fá endurgreidda ferðina frá sjúkratryggingum. Þá þarf einnig að greiða sjúkratryggingum 1.500 kr. fyrir hverja ferð sem sótt er um endurgreiðslu á. Því þarf einstaklingur út á landi sem leitar heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar að greiða 2.935 kr. og er það ekkert annað en landsbyggðarskattur. Einfalt reikningsdæmi þar sem horft er á einstakling sem býr í Grindavík sem leitar sérfræðilæknis í Reykjavík, það eru 51 km aðra leið 102 km báðar leiðir, þar sem í reglugerð 1140/2019 er tekið fram að langar ferðir séu a.m.k. 20 km vegalengd milli staða, sjúkratryggingar greiða fyrir hvern ekinn km 31,61 kr. gerir það 3.224 kr., sem endurgreiðslan væri en þá á eftir að taka inn í dæmið þá kostnaðarliði sem nefndir eru hér að ofan, það er 2.935 kr. þannig að þegar uppi er staðið ertu að fá 289 kr. fyrir bensíni báðar leiðir. Svo virðist sem settar séu reglugerðir og lög án þess að meta áhrif þeirra og hvernig kostnaður er fluttur frá hinu opinbera yfir á almenning. Það virðist því miður vera þannig að þeir sem setja reglurnar og þurfa ekki á þessari þjónustu að halda geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem þeir velta yfir á landsbyggðina. Íslendingar eiga að hafa sama aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, en kostnaður vegna hennar er sífellt velt yfir á íbúa landsbyggðarinnar með reglugerðum. Að þessum kostnaði undanskildum situr fólk af landbyggðinni einnig uppi með dvalarkostnað og vinnutap, en það er líklega efni í annan pistil. Höfundar þessara pistils eru mæður barna á Ísafirði sem völdu sér að búa út á landi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun