ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 23:07 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Arlene Foster, fyrsta ráðherra Norður-Írlands. Þau lýstu bæði yfir áhyggjum af ákvörðun ESB í kvöld. Vísir/getty Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkjaði í kvöld nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga við sambandið - líkt og ESB sakar AstraZeneca um að hafa gert. ESB segir um að ræða „tímabundið fyrirkomulag“ en ekki útflutningsbann. Um hundrað ríki eru á undanþágulista frá heimildinni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-ríkin. Þessi ákvörðun ESB stendur enn. ESB gaf það hins vegar einnig út í dag að það hygðist virkja ákvæði í Brexit-samningnum sem snýr að útflutningi ESB til Norður-Írlands. Með því vildi sambandið koma í veg fyrir að Norður-Írlandi yrði eins konar „bakdyr“ fyrir innflutning bóluefnis frá Evrópu til Bretlands. Bresk stjórnvöld lýstu yfir miklum áhyggjum vegna málsins í kvöld. Þá lýsti Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ákvörðuninni sem „ótrúlegum fjandskap“ af hálfu ESB. Evrópusambandið tilkynnti þó að endingu í kvöld að það hefði hætt við að virkja ákvæðið. Skella skuldinni hvort á annað Evrópusambandið og AstraZeneca hafa staðið í deilum undanfarna daga eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki staðið við afhendingaráætlun sína á fyrsta ársfjórðungi. Bólusetning í Evrópu mun tefjast vegna þessa. AstraZeneca hefur skellt skuldinni á ESB og sagt sambandið hafa verið of svifaseint að semja um kaup á bóluefni. Þannig skrifuðu Bretar undir samning við AstraZeneca þremur mánuðum á undan ESB. ESB telur hins vegar að AstraZeneca beri að afhenda löndum sambandsins alla skammta sem samið var um. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði til að mynda á Twitter í dag, um leið og hún tilkynnti að bóluefnið hefði fengið markaðsleyfi í Evrópu, að hún byggist við því að allir fjögur hundruð milljón skammtarnir frá AstraZeneca yrðu afhentir. We have just authorised the @AstraZeneca vaccine on the EU market following a positive assessment by @EMA_News I expect the company to deliver the 400 million doses as agreed. We will keep on doing all we can to secure vaccines for Europeans, our neighbours & partners worldwide— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 29, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54 ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkjaði í kvöld nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga við sambandið - líkt og ESB sakar AstraZeneca um að hafa gert. ESB segir um að ræða „tímabundið fyrirkomulag“ en ekki útflutningsbann. Um hundrað ríki eru á undanþágulista frá heimildinni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-ríkin. Þessi ákvörðun ESB stendur enn. ESB gaf það hins vegar einnig út í dag að það hygðist virkja ákvæði í Brexit-samningnum sem snýr að útflutningi ESB til Norður-Írlands. Með því vildi sambandið koma í veg fyrir að Norður-Írlandi yrði eins konar „bakdyr“ fyrir innflutning bóluefnis frá Evrópu til Bretlands. Bresk stjórnvöld lýstu yfir miklum áhyggjum vegna málsins í kvöld. Þá lýsti Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ákvörðuninni sem „ótrúlegum fjandskap“ af hálfu ESB. Evrópusambandið tilkynnti þó að endingu í kvöld að það hefði hætt við að virkja ákvæðið. Skella skuldinni hvort á annað Evrópusambandið og AstraZeneca hafa staðið í deilum undanfarna daga eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki staðið við afhendingaráætlun sína á fyrsta ársfjórðungi. Bólusetning í Evrópu mun tefjast vegna þessa. AstraZeneca hefur skellt skuldinni á ESB og sagt sambandið hafa verið of svifaseint að semja um kaup á bóluefni. Þannig skrifuðu Bretar undir samning við AstraZeneca þremur mánuðum á undan ESB. ESB telur hins vegar að AstraZeneca beri að afhenda löndum sambandsins alla skammta sem samið var um. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði til að mynda á Twitter í dag, um leið og hún tilkynnti að bóluefnið hefði fengið markaðsleyfi í Evrópu, að hún byggist við því að allir fjögur hundruð milljón skammtarnir frá AstraZeneca yrðu afhentir. We have just authorised the @AstraZeneca vaccine on the EU market following a positive assessment by @EMA_News I expect the company to deliver the 400 million doses as agreed. We will keep on doing all we can to secure vaccines for Europeans, our neighbours & partners worldwide— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 29, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54 ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54
ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent