Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 18:05 AstraZeneca mun ekki afhenda Evrópusambandinu þá bóluefnaskammta sem samið var um að yrðu afhentir á fyrsta ársfjórðungi þess árs, ef ekkert breytist. Evrópusambandið hefur kallað eftir því að lyfjaframleiðandinn afhendi sambandinu skammta sem framleiddir hafa verið á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. AstraZeneca er sagt hafa tilkynnt Evrópusambandinu í síðustu viku að sambandinu yrðu afhentir 60% færri skammtar en samningar segja til um á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ástæðan er sögð framleiðsluvandi í verksmiðjum fyrirtækisins í Evrópu, en sambandið hefur kallað eftir því að því verði afhentir skammtar sem framleiddir eru á Bretlandi. Evrópusambandið og AstraZeneca munu funda á næstu dögum vegna málsins. Evrópusambandið greindi þó frá því í dag að lyfjaframleiðandinn hafi hætt við fundinn en AstraZeneca hefur síðan þá mótmælt því og sagt að fulltrúar þess muni sitja fundinn. AstraZeneca er ekki eini bóluefnaframleiðandinn sem hefur þurft að fresta afhendingu bóluefnaskammta, en Pfizer og BioNTech hefur einnig þurft að fresta afhendingu vegna framleiðsluvanda. Pfizer og BioNTech munu þó leysa framleiðsluvandann í samstarfi við franska lyfjaframleiðandann Sanofi, sem hefur boðið framleiðendunum afnot af verksmiðju þess í Frankfurt. Sanofi mun í sínum húsakynnum framleiða um 125 milljón bóluefnaskammta og hefst framleiðslan þar í júlí. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt værri að verksmiðjur AstraZeneca á Bretlandi framleiddu bóluefni fyrir sambandið. Það væri hluti af samning lyfjaframleiðandans við Evrópusambandið og þyrfti hann að standa við skuldbindingar sínar. „Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála því að AstraZeneca verði að standa við gefin loforð samkvæmt okkar samningum,“ sagði hún á fundinum. Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
AstraZeneca er sagt hafa tilkynnt Evrópusambandinu í síðustu viku að sambandinu yrðu afhentir 60% færri skammtar en samningar segja til um á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ástæðan er sögð framleiðsluvandi í verksmiðjum fyrirtækisins í Evrópu, en sambandið hefur kallað eftir því að því verði afhentir skammtar sem framleiddir eru á Bretlandi. Evrópusambandið og AstraZeneca munu funda á næstu dögum vegna málsins. Evrópusambandið greindi þó frá því í dag að lyfjaframleiðandinn hafi hætt við fundinn en AstraZeneca hefur síðan þá mótmælt því og sagt að fulltrúar þess muni sitja fundinn. AstraZeneca er ekki eini bóluefnaframleiðandinn sem hefur þurft að fresta afhendingu bóluefnaskammta, en Pfizer og BioNTech hefur einnig þurft að fresta afhendingu vegna framleiðsluvanda. Pfizer og BioNTech munu þó leysa framleiðsluvandann í samstarfi við franska lyfjaframleiðandann Sanofi, sem hefur boðið framleiðendunum afnot af verksmiðju þess í Frankfurt. Sanofi mun í sínum húsakynnum framleiða um 125 milljón bóluefnaskammta og hefst framleiðslan þar í júlí. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt værri að verksmiðjur AstraZeneca á Bretlandi framleiddu bóluefni fyrir sambandið. Það væri hluti af samning lyfjaframleiðandans við Evrópusambandið og þyrfti hann að standa við skuldbindingar sínar. „Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála því að AstraZeneca verði að standa við gefin loforð samkvæmt okkar samningum,“ sagði hún á fundinum.
Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44