Gráíkornaplága í Bretlandi: Stjórnvöld vilja gefa þeim „pilluna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 21:44 Gráíkorninn hefur meðal annars verið sakaður um að hamla aðgerðum breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Unsplash/Daniel Olaleye Bresk stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfir hugmyndir um að beita getnaðarvörnum til að hefta vöxt gráíkornastofnsins í landinu. Umhverfisráðherrann segir íkornategundina og aðrar aðfluttar tegundir árlega valda 1,8 milljarð punda tjóni á skóglendinu. Ætlunin er að lokka íkornana inn í lítil matarbox sem aðeins þeir komast í. Þar munu þeir finna litlar skálar fullar af girnilegum smurningi úr heslihnetum. Smjörið mun innihalda getnaðarvörn. Hugmyndin kemur frá UK Squirrel Accord (UKSA), samstarfsvettvangi umhverfis- og skógræktarfélaga. Gráíkornin barst fyrst til Bretlands frá Bandaríkjunum seint á 19. öld en samkvæmt UKSA veldur hann gríðarlegum skaða með því að rífa börkin af tíu til fimmtíu ára gömlum trjám. Íkornategundin er einna hrifnust af eikum, sem þykir afar óheppilegt þar sem eikur skapa skilyrði fyrir önnur tré að dafna. Áætlað er að um þrjár milljónir gráíkorna sé að finna í Bretlandi en þeir hafa drifið hinn innfædda rauðíkorna á brott og er hann nú helst að finna í Skotlandi og á Írlandi. Umhverfisráðherrann breski, Goldsmith lávarður, segir stjórnvöld styðja fyrrnefndar hugmyndir og einnig það langtímamarkmið að rækta ófrjósemi hjá tegundinni. Talið er að getnaðarvarnaaðgerðin geti fækkað íkornunum um allt að 90 prósent en sama hlutfall heimsótti matarbox í tilraunum á síðasta ári. Þess má geta að fyrirætlanirnar njóta einnig konunglegs stuðnings en Karl Bretaprins átti stóran þátt í stofnun UKSA og hefur verið ötull talsmaður rauðíkornans. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Umhverfismál Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Ætlunin er að lokka íkornana inn í lítil matarbox sem aðeins þeir komast í. Þar munu þeir finna litlar skálar fullar af girnilegum smurningi úr heslihnetum. Smjörið mun innihalda getnaðarvörn. Hugmyndin kemur frá UK Squirrel Accord (UKSA), samstarfsvettvangi umhverfis- og skógræktarfélaga. Gráíkornin barst fyrst til Bretlands frá Bandaríkjunum seint á 19. öld en samkvæmt UKSA veldur hann gríðarlegum skaða með því að rífa börkin af tíu til fimmtíu ára gömlum trjám. Íkornategundin er einna hrifnust af eikum, sem þykir afar óheppilegt þar sem eikur skapa skilyrði fyrir önnur tré að dafna. Áætlað er að um þrjár milljónir gráíkorna sé að finna í Bretlandi en þeir hafa drifið hinn innfædda rauðíkorna á brott og er hann nú helst að finna í Skotlandi og á Írlandi. Umhverfisráðherrann breski, Goldsmith lávarður, segir stjórnvöld styðja fyrrnefndar hugmyndir og einnig það langtímamarkmið að rækta ófrjósemi hjá tegundinni. Talið er að getnaðarvarnaaðgerðin geti fækkað íkornunum um allt að 90 prósent en sama hlutfall heimsótti matarbox í tilraunum á síðasta ári. Þess má geta að fyrirætlanirnar njóta einnig konunglegs stuðnings en Karl Bretaprins átti stóran þátt í stofnun UKSA og hefur verið ötull talsmaður rauðíkornans. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Umhverfismál Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira