Árásarmaðurinn í Forbury Gardens hlaut lífstíðardóm Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 17:55 Kennarinn James Furlong var á meðal þeirra sem létust í árásinni. Nemendur minntust hans við skólann þar sem hann kenndi síðastliðið sumar. Getty/Leon Neal Khairi Saadallah, árásarmaðurinn sem stakk þrjá menn til bana í Forbury Gardens í Bretlandi í fyrra, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þá játaði Saadallah fyrir dómi að hafa reynt að myrða þrjá aðra menn sem voru einnig staddir í garðinum. Árásin átti sér stað þann 20. júní um klukkan sjö að staðartíma, en sjónarvottur lýsti því hvernig Saadallah gekk á milli hópa og reyndi að stinga fólk með stórum hníf. Á þessum tíma hafði nýlega verið slakað á samkomutakmörkunum og var því fjölmenni í garðinum. Árásin var rannsökuð sem hryðjuverk og gaf Boris Johnson forsætisráðherra í skyn að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. Dómari í málinu lýsti árásinni sem hrottafenginni og sagði fórnarlömbin ekki hafa átt möguleika á því að bregðast við árásinni, hvað þá að verja sig. Saadallah hefði að öllum líkindum skipulagt árásina lengi og hún hafi verið framin í því skyni að ýta undir pólitíska eða trúarlega hugmyndafræði. Saadallah flutti til Bretlands frá Líbíu árið 2012 og sótti þar um hæli. Hann hafði ítrekað verið handtekinn fyrir ýmis brot samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, þar á meðal árás og þjófnað. Við rannsókn lögreglu fundust myndir sem bentu til stuðnings við hugmyndafræði Íslamska ríkisins (ISIS) og mátti finna myndir af fána samtakanna, sem og myndir af Jihadi John sem var einn þekktasti meðlimur þeirra. Bretland England Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Freista þess að koma á varanlegum friði í egypskri strandhótelabyggð Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Árásin átti sér stað þann 20. júní um klukkan sjö að staðartíma, en sjónarvottur lýsti því hvernig Saadallah gekk á milli hópa og reyndi að stinga fólk með stórum hníf. Á þessum tíma hafði nýlega verið slakað á samkomutakmörkunum og var því fjölmenni í garðinum. Árásin var rannsökuð sem hryðjuverk og gaf Boris Johnson forsætisráðherra í skyn að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. Dómari í málinu lýsti árásinni sem hrottafenginni og sagði fórnarlömbin ekki hafa átt möguleika á því að bregðast við árásinni, hvað þá að verja sig. Saadallah hefði að öllum líkindum skipulagt árásina lengi og hún hafi verið framin í því skyni að ýta undir pólitíska eða trúarlega hugmyndafræði. Saadallah flutti til Bretlands frá Líbíu árið 2012 og sótti þar um hæli. Hann hafði ítrekað verið handtekinn fyrir ýmis brot samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, þar á meðal árás og þjófnað. Við rannsókn lögreglu fundust myndir sem bentu til stuðnings við hugmyndafræði Íslamska ríkisins (ISIS) og mátti finna myndir af fána samtakanna, sem og myndir af Jihadi John sem var einn þekktasti meðlimur þeirra.
Bretland England Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Freista þess að koma á varanlegum friði í egypskri strandhótelabyggð Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33
Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44
Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47