Neyðarástandi lýst yfir í London Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 15:55 Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. AP/Frank Augstein Ráðamenn í London hafa lýst yfir neyðarástandi af ótta við að sjúkrahús í borginni ráði ekki við þá fjölgun sjúklinga sem tengd er við nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar. Á rúmri viku hefur sjúklingum í London sem þurft hafa í öndunarvél fjölgað úr 640 í 908 eða um 42 prósent. Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Alls eru 7.034 á sjúkrahúsi í London vegna Covid-19 og er það um 35 prósentum fleiri en þeir voru þegar ástandið var hvað verst í vor. Sjúkraflutningamenn eru einnig búnir að vera undir gífurlegu álagi vegna ástandsins. Samkvæmt frétt Reuters hafa þeir farið allt að níu þúsund ferðir á dag að undanförnu. Hefðbundinn en annasamur dagur felur í sér um það bil 5.500 ferðir. Reuters hefur eftir að Khan að í hlutum borgarinnar sé einn af hverjum tuttugu smitaður af veirunni. Neyðarástandsyfirlýsingin felur í sér að borgaryfirvöld geta leitað til ríkisstjórnar Bretlands eftir frekari aðstoð. Í viðtali við Sky News sagði Sadiq Khan, borgarstjóri, að faraldurinn væri stjórnlaus. Hann sagðist vita að íbúar London væru búnir að færa miklar fórnir en bað þá um að vera eins mikið heima og mögulegt væri á næstunni. Að fara ekki úr húsi nema það væri ekki hjá því komist. „Verið heima til að vernda ykkur sjálf, fjölskyldu ykkar, vini og aðra íbúa London og til að vernda NHS,“ sagði Khan. NHS er heilbrigðiskerfi Bretlands. Khan sagðist sömuleiðis aldrei hafa haft eins miklar áhyggjur vegna faraldursins og nú. There s no doubt that we re facing the most dangerous moment yet in this pandemic.The truth is I ve never been more concerned than I am right now. At this critical moment for our city - I implore Londoners to please stay at home.pic.twitter.com/LAQa7mbIrM— Sadiq Khan (@SadiqKhan) January 8, 2021 Bretar óttast að bóluefni virki ekki á þetta nýja afbrigði, sem dreifist mun auðveldar á milli manna. Lyfjafyrirtækið Pfizer hefur þó gefið út rannsókn þar sem því er haldið fram að bóluefni fyrirtækisins og BioNTech í Þýskalandi virki gegn afbrigðinu. Sú rannsókn hefur ekki verið yfirfarinn af öðrum vísindamönnum enn.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira