Handboltinn hefst aftur í næstu viku: „Virkilega ánægjuleg niðurstaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 13:27 Keppni í Olís-deild kvenna hefst á ný laugardaginn 16. janúar. vísir/hag Handknattleikssamband Íslands stefnir að því að hefja keppni á Íslandsmótinu um þarnæstu helgi. Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Hljóðið var gott í Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans eftir að fréttirnar af afléttingu keppnisbannsins bárust. „Þetta er frábært. Það er virkilega ánægjulegt að þetta sé niðurstaðan og við hlökkum til að hefja leik á ný,“ sagði Róbert. Fyrstu leikirnir eftir hléið langa sem hefur staðið síðan í byrjun október verða í Grill 66 deild karla föstudaginn 15. janúar. Daginn eftir fer svo heil umferð fram í Olís-deild kvenna. „Við spilum samkvæmt planinu sem við vorum búnir að gefa út og höldum væntanlega formannafund í byrjun næstu viku,“ sagði Róbert. Olís-deild karla hefst 24. janúar. Róbert segir að það hafi ekki komið til tals að hefja keppni fyrr í karladeildinni. Hann hefur fulla trú á því að hægt verði að ljúka keppni á Íslandsmótinu eins og búið var að raða því upp. „Við höfum það og höfum gefið okkur tíma fram í júní. Það er engan bilbug á okkur að finna,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra lagði sóttvarnalæknir til að keppni og æfingar í íþróttum í öllum aldursflokkum yrðu heimilar frá og með miðvikudeginum 13. janúar, að því gefnu að kórónuveirufaraldurinn haldist í lágmarki. Engir áhorfendur mega þó vera á leikjum. Tillögurnar gilda til 17. febrúar. Hljóðið var gott í Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans eftir að fréttirnar af afléttingu keppnisbannsins bárust. „Þetta er frábært. Það er virkilega ánægjulegt að þetta sé niðurstaðan og við hlökkum til að hefja leik á ný,“ sagði Róbert. Fyrstu leikirnir eftir hléið langa sem hefur staðið síðan í byrjun október verða í Grill 66 deild karla föstudaginn 15. janúar. Daginn eftir fer svo heil umferð fram í Olís-deild kvenna. „Við spilum samkvæmt planinu sem við vorum búnir að gefa út og höldum væntanlega formannafund í byrjun næstu viku,“ sagði Róbert. Olís-deild karla hefst 24. janúar. Róbert segir að það hafi ekki komið til tals að hefja keppni fyrr í karladeildinni. Hann hefur fulla trú á því að hægt verði að ljúka keppni á Íslandsmótinu eins og búið var að raða því upp. „Við höfum það og höfum gefið okkur tíma fram í júní. Það er engan bilbug á okkur að finna,“ sagði Róbert að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira