Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 11:00 Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson stóðu vaktina í íslenska markinu gegn Portúgal í gær. vísir/andri marinó Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Sjá meira
Ágúst Elí kom inn á fyrir Viktor Gísla Hallgrímsson í seinni hálfleik. Hafnfirðingurinn fór rólega af stað og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en eftir að hafa fengið sýnikennslu í markvörslu frá landsliðsþjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni. Eftir að Miguel Martins kom Portúgal í 19-17 þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik gekk Guðmundur til Ágústs Elís og sýndi honum hvernig hann ætti að bera sig að í markinu með miklum tilþrifum. . @logigeirsson og @Minnaermeira höfðu gaman að því hvernig Gummi sýndi Ágústi hvernig ætti að verja. @RanieNro sat með strákunum í myndverinu í gær eftir leik. pic.twitter.com/KuTIIfMt4b— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 7, 2021 Þessi sýnikennsla Guðmundar hafði góð áhrif á Ágúst Elí sem hrökk í gang svo um munaði og varði sjö skot það sem eftir lifði leiks. Hafnfirðingurinn var með 44 prósent hlutfallsmarkvörslu og framlag hans var nálægt því að skila íslenska liðinu stigi. „Já, ég vildi sýna honum hvernig ætti að taka boltann,“ sagði Guðmundur léttur í bragði við Vísi í dag. „Ég var aðeins að byrsta mig við hann, það hafði góð áhrif á hann. Ég vildi meira „agressívitet“ og það gekk bara vel,“ bætti hann við. Portúgal vann á endanum tveggja marka sigur, 26-24, og hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM. Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki. Ísland og Portúgal mætast aftur á Ásvöllum á sunnudaginn í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi á fimmtudaginn eftir viku. Ágúst Elí er einn þriggja markvarða í íslenska HM-hópnum ásamt Viktori Gísla og Björgvini Páli Gústavssyni sem fór ekki með til Portúgals. Ágúst Elí lék með Íslandi á EM 2018 og HM 2019 en fór ekki á EM í fyrra.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Haukar | Endurtekning á bikarúrslitaleiknum Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hafi orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti