Í myndskeiðum sem hefur verið dreift víða á samfélagsmiðlum má heyra þegar stuðningsmenn Trump hrópa að öldungadeildarþingmanninum, krefjast þess að hann segi af sér og ásaka hann um að hlusta ekki á kjósendur sína.
Þá sýna önnur myndskeið hvernig stuðningsmenn Trump ráðast gegn Romney fyrir að styðja ekki tilraunir forsetans til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið.
„Ég styð Trump forseta í þeim málum þar sem ég er sammála honum,“ svarar Romney konu og biður hana yfirvegað um að setja upp grímu. Konan mótmælir í fyrstu en lætur svo undan.
Spurður segist hann ekki taka undir ásakanir Trump um kosningasvik og vísar til stjórnarskrárinnar. „Ég mun útskýra það þegar þingið kemur saman.“
Utah Patriots catch Rino Romney at Salt Lake City international airport! He thinks he’s above his constituents!!! Openly bashing @realDonaldTrump!!!
— Qtah (@Utah_17) January 6, 2021
“These people won’t be able to walk down the street.”
VOLUME UP! ☝🏼 pic.twitter.com/Lntgozkajx
Romney kaus ekki Trump í kosningunum og var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með ákærum á hendur forsetanum.
Fólk á flugvellinum gerði lítið úr arfleifð Romney og konan kallaði hann „brandara“.
Um borð í vélinni kyrjar lítill hópur: „Svikari, svikari!“
Romney hefur gagnrýnt yfirlýsingar samflokksmanna sinna sem hyggjast freista þess í dag að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joe Biden.
„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér þetta gerast í mesta lýðræðisríki heims,“ tísti hann. „Er það svo að metnaður er meira virði en prinsipp?“
Mitt Romney, in a flight full of patriots in their way to DC pic.twitter.com/t9uq3vkCo5
— Non timebo mala (@AncPerl) January 5, 2021