Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 09:31 Heilbrigðiskerfi Englands er undir miklum þrýstingi vegna mikillar fjölgunar smitaðra. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins. Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021 Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ráðherrann segir að meðal annars komi til greina að setja landslægt útgöngubann aftur á. Útgöngubann er þegar í gildi í stórum hlutum Englands. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að líklega yrðu svæðisbundnar reglur hertar. Mögulega yrði skólum lokað. Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldursins sagði fyrir áramót að nauðsynlegt væri að herða sóttvarnir til muna. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir „hamfarir“. Sjá einnig: Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Í viðtali við Sky News sagði Hancock í morgun að á svæðum þar sem búið væri að setja þriðja stigs sóttvarnareglur væru smituðum enn að fjölga hratt. Þar yrðu viðbúnaðarstigið möguleg hækkað í fjórða, og efsta, stig. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.EPA/NEIL HALL Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Þegar Hancock var spurður hvort fjórða stigs aðgerðir bæru árangur gegn nýja afbrigðinu, sem dreifist auðveldar, sagði hann það fara eftir því hve vel fólk færi eftir reglunum. Mikilvægt væri að allir gerðu sitt til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Stórir hlutar Englands eru þegar undir fjórða stigs viðbúnaðaráætlun og sóttvarnareglum. Bretar ætla einnig að setja aukinn kraft í bólusetningar í landinu. Í morgun hófust bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca. Bretland er fyrsta landið sem hefur bólusetningar með efninu sem hefur enn ekki fengið markaðsleyfi annarsstaðar. BREAKING: Brian Pinker, an 82-year-old retired maintenance manager and a patient at Oxford University Hospital, has become the first to receive the Oxford-AstraZeneca vaccine.Get more on this story: https://t.co/rLzBweY5PE pic.twitter.com/hfoQp49iQ2— Sky News (@SkyNews) January 4, 2021
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23 Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12 Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26 Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þá hefur einn greinst innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. 4. janúar 2021 08:23
Bretar hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca Bólusetningar með bóluefni Oxford-AstraZeneca hefjast í dag og ætla Bretar að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi til að reyna að stemma stigu við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 4. janúar 2021 07:06
Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. 3. janúar 2021 21:12
Svæðisbundnar aðgerðir verði líklega hertar í Bretlandi Svæðisbundnar reglur í Bretlandi, til að hefta útbreiðslu covid-19, verða að öllum líkindum hertar að sögn Boris Johnson forsætisráðherra. 3. janúar 2021 17:26
Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. 30. desember 2020 21:06