Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 11:56 Bólusetning gegn covid-19 með bóluefni Moderna er þegar hafin í Bandaríkjunum. EPA/Gary Coronad Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi. Ferlið hefur gengið hraðar fyrir sig en búist var við en sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafði þegar flýtt mati á bóluefninu frá 12. janúar, líkt og upphaflega var stefnt að, til 6. janúar. Nú virðist því sem samþykki muni liggja fyrir tveimur dögum fyrr, eða mánudaginn 4. janúar. „Það er engin ástæða til að bíða,“ er haft eftir Bergström í frétt SVT. „Matið fer fram á mánudagsmorgun og nokkrum tímum síðar verður það formlega samþykkt af framkvæmdastjórn ESB.“ Svíar eiga von á að fá á milli 20 og 30 þúsund skammta á viku að Sögn Bergström en líkt og áður segir mun Ísland fá sína skammta af bóluefni Moderna í gegnum samstarf við Svíþjóð. Þegar markaðsleyfi ESB liggur fyrir muni Lyfjastofnun Íslands vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi á sem allra skemmstum tíma. Vonir eru bundnar til að sú vinna taki aðeins fáeina daga. Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech hafa gagnrýnt Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Fyrirtækin leggi nú leggja kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið, sem seinagangur og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið skapað. Bergström segir aftur á móti að engin hætta sé á skorti af bóluefni. „Nei, nei, nei. Því er frekar öfugt farið,“ segir Bergström. Það virðist fyrir honum frekar sem um óþolinmæði framkvæmdastjóra BioNTech sé að ræða, en fyrirtækið bíður nú eftir því að framleiðsla bóluefnisins geti hafist í verksmiðju í Marburg þar sem bóluefni Pfizer/BioNTech verður framleitt. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ferlið hefur gengið hraðar fyrir sig en búist var við en sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hafði þegar flýtt mati á bóluefninu frá 12. janúar, líkt og upphaflega var stefnt að, til 6. janúar. Nú virðist því sem samþykki muni liggja fyrir tveimur dögum fyrr, eða mánudaginn 4. janúar. „Það er engin ástæða til að bíða,“ er haft eftir Bergström í frétt SVT. „Matið fer fram á mánudagsmorgun og nokkrum tímum síðar verður það formlega samþykkt af framkvæmdastjórn ESB.“ Svíar eiga von á að fá á milli 20 og 30 þúsund skammta á viku að Sögn Bergström en líkt og áður segir mun Ísland fá sína skammta af bóluefni Moderna í gegnum samstarf við Svíþjóð. Þegar markaðsleyfi ESB liggur fyrir muni Lyfjastofnun Íslands vinna að kappi að því að gefa út íslenskt markaðsleyfi á sem allra skemmstum tíma. Vonir eru bundnar til að sú vinna taki aðeins fáeina daga. Stjórnendur þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech hafa gagnrýnt Evrópusambandið fyrir seinagang í pöntunum á bóluefni fyrirtækisins og Pfizer. Fyrirtækin leggi nú leggja kapp á að auka framleiðsluna til að brúa bilið, sem seinagangur og of mikið traust ESB til annarra framleiðenda, hafi búið skapað. Bergström segir aftur á móti að engin hætta sé á skorti af bóluefni. „Nei, nei, nei. Því er frekar öfugt farið,“ segir Bergström. Það virðist fyrir honum frekar sem um óþolinmæði framkvæmdastjóra BioNTech sé að ræða, en fyrirtækið bíður nú eftir því að framleiðsla bóluefnisins geti hafist í verksmiðju í Marburg þar sem bóluefni Pfizer/BioNTech verður framleitt.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira