Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:52 Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15
Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06