Vilt þú hafa áhrif á komandi kynslóðir? Helena Sjørup Eiríksdóttir skrifar 30. apríl 2020 09:30 Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari. Þetta eru ákveðin tímamót fyrir mig sem einstakling, því að í haust eru einmitt tíu ár liðin frá því að ég hóf störf í leikskóla, sem þýðir að ég er búin að eyða einum þriðja af ævi minni innan leikskólans og ég er rétt að byrja. Starfið heillaði mig frá upphafi, ég fékk góða leiðsögn og mikla hvatningu frá samstarfsfólki mínu og yfirmönnum sem fékk mig til að vilja sækja mér menntun og efla sjálfa mig sem kennara. Eftir að hafa farið í námsferð norður til Akureyrar að skoða nokkra leikskóla og starfið í þeim, þá varð nám við Háskólann á Akureyri að hugmynd langt aftur í hausnum á mér. Sjálf var ég ekki reiðubúin að flytja í burtu til að stunda háskólanám, þar sem ég hafði ekki mikla trú á að ég gæti klárað háskólanám. Ég fór hins vegar að skoða námsmöguleikana, þar sem ég hafði heyrt að fjarnámið við Háskólann á Akureyri væri gott. Ég ákvað að slá til og skrá mig í skólann - þá var ekki aftur snúið. Grunnnámið mitt tók ég í fjarnámi eins og það kallaðist þá, ég var spennt að komast norður í lotur til að hitta samnemendur og komast í tæri við verklega kennslu í námskeiðum eins og vísindasmiðju, grenndarkennslu, umhverfismennt og sjálfbærri þróun svo eitthvað sé nefnt. Í hinum ýmsu námskeiðum höfum við fengið tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttum hliðum af starfi kennarans. Ég hef lært að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynnst ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Í leikskólatengdum námskeiðum innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri, eins og vísindasmiðju vorum við meðal annars að búa til og vinna með rafmagn, ljós, myndvinnslu, hreyfimyndagerð, skuggaleikhús, byggingaleiki og kúlubrautir. Ég kynntist stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýtingu. Ég lærði að líta gagnrýnum augum á bókmenntir og hvaða boðskap bækur hafa upp á að bjóða og varð vísari um mikilvægi leiks barna sem náms- og þroskaleið, öðlaðist þekkingu á ólíkum uppeldis- og kennsluaðferðum sem notaðar eru innan leikskólastarfsins. Það má því með sanni segja að námið við HA sé fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Leikskólakjörsvið háskólans er lánsamt að hafa kennara eins og Kristínu Dýrfjörð, dósent og Önnu Elísu, lektor, þær búa yfir sérfræðiþekkingu og hafa brennandi áhuga á leikskólastarfinu og ná að miðla því til nemenda sinna á ólíkan og árangursríkan hátt. Mig langar að þakka kennaradeild Háskólans á Akureyri fyrir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að menntamálum innan íslensks samfélags. Ef þú ert að hugleiða háskólanám, þá hvet ég þig alvarlega til þess að kynna þér leikskólakennarafræði. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið, þar sem þér gefst tækifæri til að móta æsku landsins. Kennaranámið í HA veitir þér ekki einungis leyfisbréf, heldur mun það örva hugmyndaflug þitt, víkka sjóndeildarhringinn þinn og efla þig bæði sem kennara og einstakling. Höfundur er meistaranemi við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun