Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 06:37 Þrátt fyrir að faraldur kórónuveirunnar sé víða í uppsveiflu vestanhafs eru ýmis ríki þegar farin að aflétta takmörkunum. epa/ CRISTOBAL HERRERA Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira