Tveggja metra reglan verði hluti daglegs lífs um fyrirsjáanlega framtíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2020 06:37 Þrátt fyrir að faraldur kórónuveirunnar sé víða í uppsveiflu vestanhafs eru ýmis ríki þegar farin að aflétta takmörkunum. epa/ CRISTOBAL HERRERA Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Bæði Bretar og Bandaríkjamenn munu að líkindum þurfa að búa við „tveggja metra regluna“ svokölluðu langt fram á sumar. Breskir ráðamenn segja þannig að fjarlægðamörkin gætu þurft að vera hluti hins nýja, eðlilega ástands „í töluverðan tíma“ - jafnvel löngu eftir að mestu baráttunni við kórónuveiruna sleppir. Á sama tíma segjast íslenskar almannavarnir horfa til þess að afnema tveggja metra regluna, sem kveður á um að fólk reyni að halda hið minnsta tveggja metra fjarlægð hvort frá öðru til að minnka smithættu, eftir rétt rúman mánuð - mánaðamótin maí/júní. Til þess þurfi þó slökun samkomubannsins 4. maí að ganga vel, þegar 50 manns mega koma saman í stað 20 áður. Nýtt, eðlilegt ástand Beggja vegna Atlantsála undirbúa ráðamenn þjóðir sínar hins vegar undir það að tveggja metra reglan og félagslegar takmarkanir verði við lýði næstu mánuðina. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þannig á upplýsingafundi í gær að skólar og aðrar stofnanir á Bretlandseyjum þurfi að laga starf sitt að tveggja metra fjarlægðatakmörkunum. „Þetta er eins og ég lýsi því, og mörg hafa notað þetta hugtak á undan mér, nýtt eðlilegt ástand þar sem félagsforðun verður hluti af daglegu lífi í töluverðan tíma og við munum þurfa að styðjast við aðrar starfsaðferðir,“ sagði Raab í gær. Dominic Raab utanríkisráðherra og staðgengill forsætisráðherra Breta.Getty/PA Aflétta takmörkunum í skugga uppsveiflu Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, sagði að sama skapi í gærkvöld að Bandaríkjamenn þyrftu helst að búa við félagslegar takmarkanir næstu mánuðina. Hin ýmsu ríki vestanhafs eru þó þegar farin að aflétta aðgerðum. Bandaríkin þurfi nauðsynlega, að mati Birx, að efla skimun fyrir veirunni. Aðeins þannig verður hægt að tryggja öryggi þjóðarinnar með einhverri vissu. Góð teikn séu þó víða á lofti, til að mynda í borgunum Houston og Detriot, sem blási bandarískum stjórnvöldum von í brjóst. Ríkisstjóri New York greindi einnig frá því í gær að hlutar ríkisins muni að líkindum geta afnumið harðar aðgerðir þess þann 15. maí. Daglegum dauðsföllum hefur fækkað þar undanfarna daga en New York-ríki hefur orðið verst úti í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Georgíu sætir þó gagnrýni, frá bæði demókrötum og repúblikönum, fyrir að aflétta margvíslegum hömlum frá og með deginum í dag. Veitingastaðir munu þannig geta opnað aftur en líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur höfðu áður fengið leyfa til að hefja eðlilega starfsemi að nýju. Smitum fer þó ört fjölgandi í ríkinu, þó svo að skimun þar sé í mýflugumynd að mati gagnrýnenda.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira