Guðjón Valur: Ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 11:25 Guðjón Valur kvaddi Paris Saint-Germain sem franskur meistari. vísir/epa Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi áfram í handbolta. Hann var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Samningur Guðjóns Vals, sem verður 41 árs í ágúst, við Paris Saint-Germain rennur út í sumar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur, eða síðan keppni í frönsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tímabilið í Frakklandi var svo flautað af í síðustu viku og PSG krýndir meistarar. Guðjón Valur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ég hugsa ekki um það nema svona sextán klukkutíma á dag,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann ætlaði að halda áfram að spila. Hann er á báðum áttum hvort hann eigi að leggja skóna á hilluna og setja punktinn aftan við langan og glæsilegan feril. „Það er ýmislegt sem kemur til greina og ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram ef ég á að vera hreinskilinn. En það kemur vel til greina,“ sagði Guðjón Valur. „Mér líður ennþá ágætlega í skrokknum og sérstaklega eftir rúman mánuð í hvíld líður mér eins og ég geti gert þetta í 3-4 ár í viðbót. En hvort það sé skynsamlegt og ég geti gert það á sama stigi og ég hef gert hingað til er spurning sem ég get ekki svarað.“ Guðjón Valur hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2001, í Þýskalandi, Danmörku, á Spáni og nú síðast í Frakklandi. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1999 og verið fyrirliði þess síðan 2012. Hlusta má á viðtalið við Guðjón Val hér fyrir neðan. Franski handboltinn Handbolti Brennslan Tengdar fréttir Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00 Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort hann haldi áfram í handbolta. Hann var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Samningur Guðjóns Vals, sem verður 41 árs í ágúst, við Paris Saint-Germain rennur út í sumar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur, eða síðan keppni í frönsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Tímabilið í Frakklandi var svo flautað af í síðustu viku og PSG krýndir meistarar. Guðjón Valur hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Ég hugsa ekki um það nema svona sextán klukkutíma á dag,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvort hann ætlaði að halda áfram að spila. Hann er á báðum áttum hvort hann eigi að leggja skóna á hilluna og setja punktinn aftan við langan og glæsilegan feril. „Það er ýmislegt sem kemur til greina og ekkert sjálfsagt að ég haldi áfram ef ég á að vera hreinskilinn. En það kemur vel til greina,“ sagði Guðjón Valur. „Mér líður ennþá ágætlega í skrokknum og sérstaklega eftir rúman mánuð í hvíld líður mér eins og ég geti gert þetta í 3-4 ár í viðbót. En hvort það sé skynsamlegt og ég geti gert það á sama stigi og ég hef gert hingað til er spurning sem ég get ekki svarað.“ Guðjón Valur hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2001, í Þýskalandi, Danmörku, á Spáni og nú síðast í Frakklandi. Hann hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 1999 og verið fyrirliði þess síðan 2012. Hlusta má á viðtalið við Guðjón Val hér fyrir neðan.
Franski handboltinn Handbolti Brennslan Tengdar fréttir Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00 Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Guðjón Valur með sjö meistaratitla eftir þrítugt Guðjón Valur Sigurðsson vann ekki sinn fyrsta landsmeistaratitil fyrr en hann var orðinn 32 ára en sjá sjöundi kom engu að síður í hús hjá honum í dag. 14. apríl 2020 17:00
Tímabilið í Frakklandi flautað af | Guðjón Valur meistari Guðjón Valur Sigurðsson varð franskur meistari á sínu fyrsta og eina tímabili með Paris Saint-Germain. 14. apríl 2020 12:44