Gefum sem flestum tækifæri til að hjóla í sumar Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun