Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn.

Mikill reykur stígur upp úr þaki hússins. Engar frekari upplýsingar fengust frá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu.
Unnið er að því að slökkva eldinn í þakinu með körfubíl en enn rýkur talsvert úr því.
Eigendur staðarins og nærliggjandi fyrirtækja eru komnir á staðinn. Þá vinnur slökkviliðið að því að verja nærliggjandi hús frá eldinum.
Fréttin var uppfærð kl. 23:49.