Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 12:05 Frá fundinum í Seðlabankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira