Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 12:05 Frá fundinum í Seðlabankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira