Anna fékk dýrmæt ár með mömmu og sýtir ekki lengur hvernig fór með atvinnumennskuna Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 12:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta staðar numið en gæti snúið aftur sem aðstoðarþjálfari. MYND/STÖÐ 2 SPORT Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03