Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 20:16 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ræddi við fréttamenn eftir að fjarfundi leiðtoga aðildarríkjanna lauk síðdegis. Vísir/EPA Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00