Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2020 15:30 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þegar ESB beitti rússneska embættismenn þvingunum, að Rússar myndu beita sambærilegum aðgerðum gegn ESB. EPA/Utanríkisráðuneyti Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði. Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að viðkomandi aðilum verði meinaður aðgangur að Rússlandi. Ekki er tekið fram um hverja er að ræða að öðru leyti en að þeir bæru ábyrgð á „and-rússneskum“ þvingunum ESB. Enn fremur segir í þessari yfirlýsingu, samkvæmt frétt Politico, að þvinganirnar gagnvart Rússlandi brjóti gegn alþjóðalögum og séu „óvinveittar“. Nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeim. Þvinganirnar voru tilkynntar eftir að sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Svíþjóðar voru kallaðir á fund í Kreml. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitri sem þróað var í Sovétríkjunum. Í kjölfarið beitti ESB sex meðlimi ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum. Meðal þeirra sem um ræðir er Alexander Bortnikov, yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands (FSB), og tveir aðstoðarvarnamálaráðherrar. Þar að auki hefur Sergei Kirijenko, sem er háttsettur embættismaður í ríkisstjórninni verið beittur viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðuneyti Þýskalands, þar sem Navalní heldur nú til, segir refsiaðgerðir Rússa vera óréttlætanlegar. Málið gangi ekki í báðar áttir þar sem Rússar hafi brotið alþjóðalög varðandi notkun taugaeiturs. Samkvæmt AFP fréttaveitunni halda Þjóðverjar áfram að krefjast þess að yfirvöld í Rússlandi útskýri notkun efnavopns gegn rússneskum borgara en heimildarmaður fréttaveitunnar innan utanríkisráðuneytis Þýskalands segir Rússa ekki hafa viljað gera það. Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, var í morgun spurð út í myndband Navalní frá því í gær þar sem hann sagðist hafa platað starfsmann leyniþjónustu Rússlands (FSB) til að ræða við sig um eitrunina. Forsvarsmenn FSB segja símtalið vera tilbúning og Peskov sagði Navalní eiga við geðræn vandamál að stríða. Án þess að nefna Navalní á nafn, eins og Pútín gerir ávalt þegar hann er spurður út í Navalní, sagði Peskov að „sjúklingurinn“ (Navalní) væri haldinn ofsóknaræði og mikilmennskuæði. Peskov tók fram að þar væri um hans eigin skoðun að ræða. Kira Jarmísj, talskona Navalní, benti á í samtali við Reuters fréttaveituna að Pútín hefði sjálfur viðurkennt að útsendarar FSB hefðu lengi fylgt Navalní eftir. Það væri því skrítið að saka hann núna um ofsóknaræði.
Rússland Evrópusambandið Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira