Heimila notkun á bóluefni Pfizer í Evrópu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 14:26 Bóluefni Pfizer fær markaðsleyfi í Evrópu. Vísir/getty Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að heimila notkun á bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Nefndin mælir með því að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópu. Búist er við að leyfi fyrir bóluefninu, sem ber formlega heitið „Comirnaty“, verði gefið út í Evrópu strax í kvöld. Íslenskt markaðsleyfi verður í kjölfarið gefið út. Búist er við að leyfið á Íslandi fáist eigi síðar en á Þorláksmessu, 23. desember, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar. Þar með mega bólusetningar með efninu hefjast hér á landi en fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að fyrstu skammtar af efninu séu væntanlegar til landsins 28. desember næstkomandi. Bóluefninu er sprautað í handlegg tvisvar með minnst 21 dags millibili. Ísland fær tíu þúsund skammta nú í desember, sem duga fyrir um fimm þúsund manns. Heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum fá fyrstu bólusetningu. Alls hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 85 þúsund manns, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær skilyrt markaðsleyfi innan ríkja Evrópusambandsins. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. It’s a decisive moment in our efforts to deliver safe & effective vaccines to Europeans!The @EMA_News just issued a positive scientific opinion on the #BioNTech / @pfizer vaccine.Now we will act fast. I expect a @EU_Commission decision by this evening.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir á Twitter í dag að samþykki Lyfjastofnunar Evrópu marki tímamót í dreifingu „öruggra og virkra“ bóluefna til Evrópubúa. Hún reiknar með að markaðsleyfi fáist formlega í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Búist er við að leyfi fyrir bóluefninu, sem ber formlega heitið „Comirnaty“, verði gefið út í Evrópu strax í kvöld. Íslenskt markaðsleyfi verður í kjölfarið gefið út. Búist er við að leyfið á Íslandi fáist eigi síðar en á Þorláksmessu, 23. desember, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar. Þar með mega bólusetningar með efninu hefjast hér á landi en fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að fyrstu skammtar af efninu séu væntanlegar til landsins 28. desember næstkomandi. Bóluefninu er sprautað í handlegg tvisvar með minnst 21 dags millibili. Ísland fær tíu þúsund skammta nú í desember, sem duga fyrir um fimm þúsund manns. Heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum fá fyrstu bólusetningu. Alls hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefninu fyrir 85 þúsund manns, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær skilyrt markaðsleyfi innan ríkja Evrópusambandsins. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. It’s a decisive moment in our efforts to deliver safe & effective vaccines to Europeans!The @EMA_News just issued a positive scientific opinion on the #BioNTech / @pfizer vaccine.Now we will act fast. I expect a @EU_Commission decision by this evening.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir á Twitter í dag að samþykki Lyfjastofnunar Evrópu marki tímamót í dreifingu „öruggra og virkra“ bóluefna til Evrópubúa. Hún reiknar með að markaðsleyfi fáist formlega í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21. desember 2020 13:32
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31