Fimm þúsund ára egypskur munur fannst í vindlakassa í Skotlandi Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2020 14:13 Talið er að munurinn hafi verið notaður við byggingu Píramídans mikla í Gísa. Háskólinn í Aberdeen Um fimm þúsund ára gamall fornmunur sem upphaflega fannst í Dronningarsal Píramídans mikla í Gísa hefur komið í leitirnar í vindlakassa í skosku borginni Aberdeen. Vonast er til að hægt verði að varpa nýju ljósi á byggingu píramídans. BBC segir frá því að munurinn sé talinn vera frá tímabilinu milli 3341 til 3094 fyrir Krist. Hann fannst fyrir tilviljun þegar starfsmaður Háskólans í Aberdeen var að fara í gegnum geymslur háskólans. Munurinn er úr tré og er nú í nokkrum hlutum, og talinn hafa verið notaður við byggingu Píramídans. Er fundurinn sagður vera „mjög þýðingarmikill“. Munurinn fannst í gömlum vindlakassa.Háskólinn við Aberdeen Munurinn fannst í vindlakassa með áletruðum egypskum fána þegar verið var að fara yfir asíska safnmuni háskólans. „Þegar ég skoðaði svo gögn úr egypska hluta safnsins þá gerði ég mér grein fyrir því um leið að munurinn hafi verið fyrir allra augum en á röngum stað,“ segir Abeer Eladany, starfmaður háskólans. „Ég er fornleifafræðingur að mennt og hef unnið við uppgröft í Egyptalandi, en mér datt ekki í hug að það yrði hér í norðausturhluta Skotlands sem ég myndi finna eitthvað svo mikilvægt er varðar arfleifð heimalands míns.“ Munurinn er um þrettán sentimetra, og úr sedrusvið og var í hópi þriggja muna sem fundust í Drottningarsal Píramídans mikla árið 1872 af verkfræðingnum Waynman Dixon. Hinir tveir munirnir - bolti og krókur - eru í vöslu British Museum í London. When University of Aberdeen museum staff uncovered a small decorated cigar box hidden in their collection, little did they know that the missing piece of a 5,000 year old puzzle lay inside... https://t.co/lc6Vz15RjM pic.twitter.com/q8x7JF9GlG— University of Aberdeen (@aberdeenuni) December 16, 2020 Fornminjar Skotland Bretland Egyptaland Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
BBC segir frá því að munurinn sé talinn vera frá tímabilinu milli 3341 til 3094 fyrir Krist. Hann fannst fyrir tilviljun þegar starfsmaður Háskólans í Aberdeen var að fara í gegnum geymslur háskólans. Munurinn er úr tré og er nú í nokkrum hlutum, og talinn hafa verið notaður við byggingu Píramídans. Er fundurinn sagður vera „mjög þýðingarmikill“. Munurinn fannst í gömlum vindlakassa.Háskólinn við Aberdeen Munurinn fannst í vindlakassa með áletruðum egypskum fána þegar verið var að fara yfir asíska safnmuni háskólans. „Þegar ég skoðaði svo gögn úr egypska hluta safnsins þá gerði ég mér grein fyrir því um leið að munurinn hafi verið fyrir allra augum en á röngum stað,“ segir Abeer Eladany, starfmaður háskólans. „Ég er fornleifafræðingur að mennt og hef unnið við uppgröft í Egyptalandi, en mér datt ekki í hug að það yrði hér í norðausturhluta Skotlands sem ég myndi finna eitthvað svo mikilvægt er varðar arfleifð heimalands míns.“ Munurinn er um þrettán sentimetra, og úr sedrusvið og var í hópi þriggja muna sem fundust í Drottningarsal Píramídans mikla árið 1872 af verkfræðingnum Waynman Dixon. Hinir tveir munirnir - bolti og krókur - eru í vöslu British Museum í London. When University of Aberdeen museum staff uncovered a small decorated cigar box hidden in their collection, little did they know that the missing piece of a 5,000 year old puzzle lay inside... https://t.co/lc6Vz15RjM pic.twitter.com/q8x7JF9GlG— University of Aberdeen (@aberdeenuni) December 16, 2020
Fornminjar Skotland Bretland Egyptaland Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira