BBC hefur eftir háttsettum embættismanni í breska forsætisráðuneytinu að „langt bil sé enn á milli samningsaðila og það sé enn óljóst hvort það bil takist að brúa,“ en að samtalið muni haldi áfram fram á sunnudag, en ekki lengur. Von der Leyen segir jafnframt í yfirlýsingu að enn beri mikið í milli.
We had a lively & interesting discussion on the state of play on outstanding issues.
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 9, 2020
We understand each other s positions. They remain far apart.
The teams should immediately reconvene to try to resolve these issues. We will come to a decision by the end of the weekend. pic.twitter.com/jG0Mfg35YX
Fyrir kvöldverðarfund þeirra von der Leyen og Johnsson ríkti ekki mikil bjartsýni og ólíklegt virtist að Bretar myndu ná samningum við ESB um viðskiptasamning fyrir áramót þegar núgildandi samningar renna sitt skeið.
Samninganefnd Breta segir umræðurnar hafa verið hreinskiptar hvað varðar þýðingarmiklar hindranir sem enn séu í veginum fyrir því að samningar náist.