Myndir af Rússunum vekja athygli: „Halda áfram að taka heimskulegar ákvarðanir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 14:37 Rússneska liðið fagnar sigrinum á Svíum í gærkvöldi. @Instagram-síða Rússlands Rússlenska kvennalandsliðið í handbolta virðist ekki hafa miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef skoðaðar eru nýjustu myndir af hóteli liðsins. Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum. Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum.
Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45