Myndir af Rússunum vekja athygli: „Halda áfram að taka heimskulegar ákvarðanir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 14:37 Rússneska liðið fagnar sigrinum á Svíum í gærkvöldi. @Instagram-síða Rússlands Rússlenska kvennalandsliðið í handbolta virðist ekki hafa miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef skoðaðar eru nýjustu myndir af hóteli liðsins. Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum. Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Aftur hefur rússneska kvennalandsliðið í handbolta komið sér í fréttirnar á EM og það ekki fyrir frammistöðu sína á vellinum í Danmörku. Í gær greindi Vísir frá því að þjálfarinn Ambros Martín, þjálfari liðsins, hafi fengið aðvörun fyrir að fara úr sínu svæði í íþróttahöllinni og talað við framkvæmdastjórann sem var á öðru svæði. EHF gaf þjálfaranum aðvörun en leikmenn og þjálfarateymi liðsins hafa ekki miklar áhyggjur af kórónuveirunni ef litið er til mynda sem birtust á Instagram síðu sambandsins um helgina. Þar má sjá rússneska hópinn, þar á meðal þjálfarann Ambros, taka þátt í alls konar leikjum þar sem nándin er ansi mikil. Meðal annars leikur þar sem leikmennirnir eru með skeiðina í munninum ansi nálægt hvor öðrum. Nú hefur sambandið fjarlægt myndirnar en Søren Paaske, blaðamaður BT, er virkilega hissa á framkomu rússneska landsliðsins og segir hana óábyrga. „Ég er satt að segja hneykslaður á að Rússarnir halda áfram að taka svona heimskulegar ákvarðanir. Núna hefur Ambros Martín brotið reglurnar og hann ætti að sitja einangraður inn á herbergi þar til hann hefur farið í allar prófanir sem sýna að hann hafi ekki smitast,“ sagði Paaske og hélt áfram. „En í stað þess þá er hann að leika sér með leikmönnunum og tekur áhættuna að smita einn af þeim. Já, hann tekur áhættuna á að mótið allt verði flautað af ef hann er með kórónuveiruna í líkamanum. Mér finnst þetta sýna fram á að Rússarnir bera ekki virðingu fyrir stöðunni og þetta er vonlaust,“ bætti Paaske við. Rússarnir unnu Svíþjóð í gærkvöldi 30-26 og eru komnar áfram í næstu umferð. Rússland fékk sex stig úr leikjunum þremur í riðlinum.
Handbolti Tengdar fréttir Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Braut sóttvarnarreglur á EM við litla hrifningu þjálfara danska landsliðsins Það virðast ekki allir geta farið eftir hörðum sóttvarnarreglum á EM í handbolta. 7. desember 2020 17:45
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti