Sex ástæður fyrir því að vinna launalaust Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 5. desember 2020 13:15 Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun