Ríkisstjórnin þriggja ára og ráðherrann þrítugur Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2020 07:47 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Vísir/Vilhelm Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt. Ríkisstjórnin var kynnt þann 30. nóvember 2017, rétt rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram, þann 28. október. Boðað hafði verið til kosninganna eftir að Björt framtíð hafði sprengt ríkisstjórn flokksins, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir tæpt ár við völd. Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hófust eftir að Framsóknarflokkurinn hafði slitið viðræðum sínum við Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata um myndun stjórnar. Eftir að stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks Framsóknar var kynntur flokkunum greindu tveir þingmenn Vinstri grænna – þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir – að þau myndu ekki styðja sáttmálann og var meirihluti stjórnarinnar því 33 þingmenn í stað 35 sem annars hefði verið. Bæði Andrés Ingi og Rósa Björk hafa gengið úr þingflokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu. Ráðherraliðið hefur haldist óbreytt á kjörtímabilinu ef frá er talin Sigríður Á. Andersen sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embættinu nokkru síðar eftir að ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt skyldum dómsmálaráðherra um skeið. Kjörtímabilið hefur um margt verið einstakt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, en meðal annarra stórra mála sem ríkisstjórnin hefur glímt við á kjörtímabilinu eru átökin á vinnumarkaði fyrri hluta kjörtímabilsins. Boðað hefur verið til þingkosninga á næsta ári, en þær munu fara fram að hausti - 25. september næstkomandi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Ríkisstjórnin var kynnt þann 30. nóvember 2017, rétt rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram, þann 28. október. Boðað hafði verið til kosninganna eftir að Björt framtíð hafði sprengt ríkisstjórn flokksins, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir tæpt ár við völd. Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hófust eftir að Framsóknarflokkurinn hafði slitið viðræðum sínum við Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata um myndun stjórnar. Eftir að stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks Framsóknar var kynntur flokkunum greindu tveir þingmenn Vinstri grænna – þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir – að þau myndu ekki styðja sáttmálann og var meirihluti stjórnarinnar því 33 þingmenn í stað 35 sem annars hefði verið. Bæði Andrés Ingi og Rósa Björk hafa gengið úr þingflokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu. Ráðherraliðið hefur haldist óbreytt á kjörtímabilinu ef frá er talin Sigríður Á. Andersen sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embættinu nokkru síðar eftir að ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt skyldum dómsmálaráðherra um skeið. Kjörtímabilið hefur um margt verið einstakt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, en meðal annarra stórra mála sem ríkisstjórnin hefur glímt við á kjörtímabilinu eru átökin á vinnumarkaði fyrri hluta kjörtímabilsins. Boðað hefur verið til þingkosninga á næsta ári, en þær munu fara fram að hausti - 25. september næstkomandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira