Ríkisstjórnin þriggja ára og ráðherrann þrítugur Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2020 07:47 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Vísir/Vilhelm Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt. Ríkisstjórnin var kynnt þann 30. nóvember 2017, rétt rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram, þann 28. október. Boðað hafði verið til kosninganna eftir að Björt framtíð hafði sprengt ríkisstjórn flokksins, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir tæpt ár við völd. Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hófust eftir að Framsóknarflokkurinn hafði slitið viðræðum sínum við Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata um myndun stjórnar. Eftir að stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks Framsóknar var kynntur flokkunum greindu tveir þingmenn Vinstri grænna – þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir – að þau myndu ekki styðja sáttmálann og var meirihluti stjórnarinnar því 33 þingmenn í stað 35 sem annars hefði verið. Bæði Andrés Ingi og Rósa Björk hafa gengið úr þingflokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu. Ráðherraliðið hefur haldist óbreytt á kjörtímabilinu ef frá er talin Sigríður Á. Andersen sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embættinu nokkru síðar eftir að ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt skyldum dómsmálaráðherra um skeið. Kjörtímabilið hefur um margt verið einstakt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, en meðal annarra stórra mála sem ríkisstjórnin hefur glímt við á kjörtímabilinu eru átökin á vinnumarkaði fyrri hluta kjörtímabilsins. Boðað hefur verið til þingkosninga á næsta ári, en þær munu fara fram að hausti - 25. september næstkomandi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ríkisstjórnin var kynnt þann 30. nóvember 2017, rétt rúmum mánuði eftir að kosningar fóru fram, þann 28. október. Boðað hafði verið til kosninganna eftir að Björt framtíð hafði sprengt ríkisstjórn flokksins, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eftir tæpt ár við völd. Viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hófust eftir að Framsóknarflokkurinn hafði slitið viðræðum sínum við Vinstri græna, Samfylkingu og Pírata um myndun stjórnar. Eftir að stjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks Framsóknar var kynntur flokkunum greindu tveir þingmenn Vinstri grænna – þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir – að þau myndu ekki styðja sáttmálann og var meirihluti stjórnarinnar því 33 þingmenn í stað 35 sem annars hefði verið. Bæði Andrés Ingi og Rósa Björk hafa gengið úr þingflokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu. Ráðherraliðið hefur haldist óbreytt á kjörtímabilinu ef frá er talin Sigríður Á. Andersen sem sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við embættinu nokkru síðar eftir að ráðherrann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafði gegnt skyldum dómsmálaráðherra um skeið. Kjörtímabilið hefur um margt verið einstakt vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, en meðal annarra stórra mála sem ríkisstjórnin hefur glímt við á kjörtímabilinu eru átökin á vinnumarkaði fyrri hluta kjörtímabilsins. Boðað hefur verið til þingkosninga á næsta ári, en þær munu fara fram að hausti - 25. september næstkomandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira