Spilað með öryggismál þjóðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:16 Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landhelgisgæslan Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum. Við þekkjum Ísland og íslenskt veðurfar. Veðurofsinn skellur á landið á sama tíma og ekki er aðgangur að þyrlum Gæslunnar vegna verkfalls flugvirkja. Verkfall sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember með þeim afleiðingum að viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er verulega skert. Það er ekki síst grafalvarleg staða fyrir sjómenn og fjölskyldur þeirra. Það sama gildir um viðbragðsaðila í landinu sem munu eiga erfitt með að uppfylla hlutverk sitt meðan aðgengi er lítið að björgunarþyrlum. Það er með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki gert allt sem í sínu valdi stendur til að ná samningum við flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Staðan er fráleit. Eins og stjórnvöld hafi vanrækt ábyrgð sína á þessu sviði og vanmetið frá upphafi þau skref sem stjórnvöld þurfa að taka til að tryggja almanna- og öryggishagsmuni. Því samhliða hagsmunum sjómanna um að hafa tiltækar björgunarþyrlur eru þjóðaröryggishagsmunir mjög ríkir. Höfum hugfast að þegar varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006 tóku íslensk stjórnvöld ábyrgð á ýmsum mikilvægum verkefnum sem tengjast öryggishagsmunum þjóðarinnar beint og óbeint. Þar gegnir Landhelgisgæslan lykilhlutverki og henni falin ákveðin ábyrgð. Meðan ekki er samið við flugvirkja getur Gæslan ekki sinnt mikilvægu öryggishlutverki sínu. Þetta er að gerast á á vakt Sjálfstæðisflokksins sem ber ábyrgð á þessum samningum innan sinna ráðuneyta. Það er fráleitt að stjórnvöld hafi komið sjómönnum, öryggi þeirra og þjóðarinnar allrar í þá stöðu sem nú er. Það dugir ekki að skýla sér á bak við COVID-19. Líkt og sjómenn og viðbragðsaðilar standa alltaf vaktina hvernig sem viðrar, þurfa stjórnvöld að gera hið sama. Annað má flokka undir stórfellda vanrækslu eða verulegt gáleysi. Staðan er grafalvarleg og ábyrgð ríkisstjórnar mikil. Leysa þarf úr þessari kjaradeilu sem fyrst. Öryggismál þjóðar eru í húfi. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun