Segja ráðamenn í New York hafa brotið á trúuðu fólki Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 10:28 Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. AP/Patrick Semansky Meirihluti dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna segir að samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús í New York hafi brotið á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem tryggi Bandaríkjamönnum trúfrelsi. Óljóst er hvort úrskurðurinn muni í raun hafa einhver áhrif. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira